Sælinú,
þannig er að næstu þrjú árin bý ég í London þar sem ég er við nám. Hérna úti er ég búinn að kynnast, meðal annars, 1 stk indverja sem er með mér í tímum. Sá var nokkuð impressed þegar ég upplýsti hann um tungumálakunnáttu mína, og spurði hvort ég gæti kennt honum tungumál. Eftir að hafa hugsað mig um í tvo daga eða svo komst ég að því að það væri áhugavert að reyna að kenna honum íslensku.

Hingað til gengur ágætlega, ég er búinn að fara yfir íslenska stafrófið og útskýra framburð á einstökum stöfum og þess háttar, og ég er byrjaður að kenna honum persónufornöfnin. Hann á í vandræðum með framburð í sumum tilfellum (t.d. hart l og íslenska r-ið).

Vandamálið er að þrátt fyrir að hafa ágætis skilning á íslenskri málfræði og góða máltilfinningu, þá kann, ég ekki að kenna útlendingum íslensku. Svo ég kom hingað. Hvernig mynduð þið fara að? Í hvaða röð mynduð þið sýna honum hlutina? Augljóslega virkar ekki að bara mata hann á orðaforða og beygingum og framburði allt í einu, það getur ekki endað vel. Allar hugmyndir og ábendingar vel þegnar!
Peace through love, understanding and superior firepower.