Ég á 2 bækur sem eru að kenna mér letrið. Ástæðan er sú að ég hef lesið oft á netinu að oft flest námskeið leggja ekki áheyrslu á letrið og allir mæla með að læra það bara sjálfur áður en þú skellir þér á námskeið. Letrið er actually mjög einfalt. Miklu einfaldara en að læra asísk mál. Mímir er svo víst með kennslu í arabísku en ég hef bara heyrt svo misjafna hluti um námið hjá þeim þannig að ég veit ekki hvort það borgi sig ekki bara að læra þetta sjálfur.
Það sem er oftast kallað “Modern Standard Arabic” sem þú lærir er samt bara grunnurinn í mállískum landana. Þetta er útgáfa sem er oftast notað í blöðum og bókum og svakalega formlegt. Þó að fólk skilji þig þegar þú talar þetta þá hljómar þú ofsalega eins og ef þú mundir hitta útlending sem talar eins og karakter úr íslendingasögunum.
En annar þá verslaði ég mér bækurnar:
The Arabic Alphabet - Mjög góð kennslubók. Farið dáltið vel í hlutina og góð dæmi gefin á mállískunni.
Your First 100 Words in Arabic - Dáltið sett upp eins og fyrir börn. Svona tengið hlutina við orðin og með svona cue cards. En þetta bara virkar.
Ég mæli eindreigið með þessum bókum saman. Þær eru báðar hræódýrar og þær dáltið laga þá galla sem eru í sitt hvorri bókinni. Fyrri bókina er með allar upplýsingar en vantar dáltið kennsluna. Sú seinni hefur kennsluna en vantar upplýsingarnar. Saman eru þær frábærar. Einnig hef ég fundið á ebay fullt af Tinna bókum og svoleiðis sem væri kanski léttara að byrja á að lesa frekar en einhverjar svakalegar bókmenntir.
Svo til að kynna mér framburð er
BABEL:arabic frábær síða
BABEL:arabic
Getur kynnt þér meira um málið á síðunni
How to learn ArabicBætt við 2. september 2007 - 17:25 Frekar undarlegt CSS hérna þannig að þú sérð ekki að það eru einhverjir 4 linkar þarna. Vísar á bækurnar tvær og svo Babel og how to learn síðurnar…