Það fer eftir því hvernig þú skilgreinir útdauð tungumál. Ef tungumál telst útdautt ef enginn hefur það að móðurmáli þá er latínan vissulega útdauð.
En hins vegar er latínan notuð ótrúlega mikið enn þann dag í dag. Bækur og kvikmyndir eru þýddar á latínu, til eru dagblöð, útvarpsstöðvar og vefsíður á latínu. Latína er enn tungumál kirkjunnar. Latína er notuð í náttúruvísindum, gríðarlega mikill orðaforði úr evrópskum tungumálum kemur beint úr latínu, hún er kennd í þúsundum framhalds- og háskólum og fullt af fólki temur sér latínu til eigin ánægju. Auk þess er latína ótrúlega töff. Allt þetta réttlætir sannarlega að latína er langt frá því að deyja út.