Rakst á þessa skemmtilegu frásögn: http://www.snopes.com/language/misxlate/raisins.asp ,sem kemur inn á hversu vandasamt verk góðar þýðingar geta oft verið. (Kíkið líka endilega á hinar frásagnirnar sem þarna eru af röngum þýðingum, satt eða logið).

Hér á landi höfum við ekki farið varhluta af þessu vandamáli. Sérstaklega þá í textun á bíómyndum og sjónvarpsefni. Ef þið munið eftir einhverjum sérlega sniðugum villum, endilega látið vita :)

En hér hafa líka sumar þýðingavillur víst komist inn í málið, t.d. þegar farið var að flytja inn föt úr efni sem kallaðist “Monk's Cloth” og heildsalinn þýddi sem “Apaskinn” :P

Eða þegar þegar blaðalesendur í fyrri heimsstyrjöld fóru að velta fyrir sér hvaðan þessi “Staff hershöfðingi” væri eiginlega. Þar höfðu blaðamenn þýtt “German general staff, French general staff” upp úr fréttaskeytum sem þeim bárust úr stríðinu.

Fjölmörg svona dæmi eru til héðan, en ég man ekki eftir fleirum í augnablikinu. Endilega komið með þau ef þið munið :)
_______________________