Mér datt einmitt í hug þessi tungumál og prófaði að setja inn í Babel Fish en það kom ekkert. Þetta lítur allavega út eins og rómanskt mál en þar sem þetta er ekki heldur franska er lítið eftir …
googlaði þetta og þá spurði google hvort ég væri að leita að “Quinta Essentia” en það er víst einhver ítölsk hljómsveit.. efast um að þú sért að leita að því :P
og heimski latin translatorinn sem ég fann á google var heldur ekki að hjálpa. Þýddi bara Quinta sem Repose en vissi ekki hvað Essentia/Asentia..
Þetta gæti verið eitthvað tungumál frá Austur-Evrópu þar sem Rómverjar áttu nýlendur.
Gæti náttúrlega verið að hann sé froðuhaus. Það eina sem mér dettur í hug er 3.p. fl. quiesco, þ.e.a.s. latneska sögnin að hvílast. Þó get ég ekki útskýrt þetta a í endann. Ef ég geng svo út frá því að þetta sé áfram latína gæti verið að a-sentia sé neitunar forskeyti og orðið sentire eða vísun í Sentia.
Þá gæti þetta þýtt eitthvað í sambandi við dá eða að hvíla tilfinningarleysi.
En þetta eru algjörar getgátur, best að spyrja kauða.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..