Ég hef séð eina svona sem ég mæli ekki með. Mig minnir að hún heiti bara “Made in Iceland” eða eitthvað þannig. Hún er allavega svört og með kínversku, pólsku, portúgölsku, spænsku, ítölsku, frönsku, ensku, dönsku, íslensku, finnsku og kannski einhverjum fleirum.
Hún er með allavega einn hræðilegan galla. Í frönskuhlutanum hafa einhverjar tölur ruglast aðeins og “Ég er veikur, hvar er næsta sjúkrahús?” á íslensku er með sama númeri og “Selur þú smokka?” á frönsku. (Eða eitthvað þannig.) Vonandi eru ekki fleiri þannig villur :P
Ástæðan fyrir að ég veit þetta er að þetta fékkst í búðinni sem ég vann í og þegar mér leiddist verulega mikið skoðaði ég þessa bók :P