Ég verð að segja það að ég er sjálfur alfarið á móti talsetningu þátta og kvikmynda sérstaklega fyrir börn.
Í fyrsta lagi þá er miklu hentugara að texta efnið svo það yrði engin mikil fyrirhöfn. En þá er bara spurt: “Hvað með litlu krakkana sem kunna ekki að lesa ?”. Það er einmitt málið. Ef að litlir krakkar eru vanir að horfa á einhverja seríu af þáttum sem eru á einhverju öðru tungumáli en þeirra eigið þá læra þeir tungumálið eins og skot. Á meðan að heilinn vex (heilinn vex til 12 ára aldurs) þá eiga börn mjög auðvelt með að læra ný tungumál og reyndar því yngri því betra.
Ég þekki alveg ótrúlega mikið af fólki í dag sem hefur bara lært ný tungumál með því að horfa á þætti/kvikmyndir sem eru á sínu upprunalegu tungumáli og ég sjálfur er einn af þeim. Því vil ég að það yrði talsett sem minnst af öllu sjónvarpsefni og textað í staðinn.

En þá er ég með eina stóra spurningu fyrir ykkur; hvað finnst ykkur um talsetningu sjónvarpsefnis? :)