Það er augljóslega erfitt miðað við aðra möguleika í stöðunni. Við erum að tala um ritkerfi sem er þér algjörlega ókunnugt og þú kannt örugglega ekkert tungumál líkt Japönsku (enda þau tungumál ekki til). Öll germönsk mál ættu að vera léttust, sama ritkerfi og lík orð. Því næst rómönsk, sama ritkerfi og þekkt orð úr ensku (sem er germanskt tungumál en inniheldur mörg orð úr rómönskum málum). Samkæmt þessu eru norðurlandamál auðveldust, síðan þýska, svo spænska, ítalska, franska og latína (sem er reyndar örugglega bara í boði í MR með framhaldsáföngum) af því sem hægt er að læra í framhaldsskóla, erfiðast er þá líklegast japanska, kínverska og rússneska (held það hafi verið í boði einhvers staðar, en ég man það ekki).
Þetta er svona það eina sem ég get sagt almennt um erfiðleika tungumála.