Usted er stytting á orðatiltækinu [V]u[e]st[ra] [merc]ed sem þýðir yðar náð. Það er því notað með 3. persónu.
Á svæðum í Suður-Ameríku þar sem -s- hverfur á milli sérhljóða eða breytist í [h] og í enda orða sameinast 2. og 3. persóna (comes verður come(h), alveg eins og 3.p formið come) og því talar fólk bara saman í tveimur persónum. Dálítið sérstakt og mjög áhugavert. Það hafa hingað til ekki verið nein Indó-Evrópsk mál án muns á 2. og 3. persónu.
Af mér hrynja viskuperlurnar…