Ég vil taka það fram að tákn með tali er EKKI táknmál og er allt annað.
Þú getur EKKERT lært á netinu vegna þess að það vantar peninga frá ríkisstjórninni til að klára ýmisleg verkefni sem verið er að vinna í. Það er táknabanki sem á að gefa út á netinu þar sem hægt verður að slá inn orð og það mun þá vera sagt á táknmáli en sú vinna er enn langt í burtu vegna fjárskorts.
Bestu síðurnar í dag á netinu eru www.deaf.is sem er félag heyrnarlausra og getur gefið þér betri upplýsingar. Svo er líka www.shh.is sem er Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Þeir sjá um táknmálsnámskeið sem eru sniðugasti kosturinn fyrir þig. Þú getur líka skotist til þeirra því þar er aðstaða að bókum sem hægt er að lesa á staðnum og í þeim er margt fróðlegt. Þau hafa líka námsefni sem þú gætir kannski keypt.
Kv.
Eddi táknmálstúlkanemi.