Sviptifall (betur þekkt undir latnesku nafni sínu, ablativus) hefur ýmsa notkun, til dæmis (en ekki einvörðungu) að vera:
tækisfall (þessi notkun kallast ablativus instrumentalis)
háttarfall (þessi notkun kallast ablativus modi)
staðarfall (þessi notkun kallast ablativus loci)
orsakarfall (þessi notkun kallast ablativus causae)
o.s.frv.
Þannig tekur þetta fall yfir notkun eldri falla sem hafa fallið brott úr latínunni (t.d. eiginlegt tækisfall) - eins og t.d. þágufall (og önnur aukaföll) í íslensku gera; í íslensku er þágufall nefnilega notað í staðinn fyrir sjálfstætt tækisfall, háttarfall og staðarfall (dæmi: "hann var stunginn hnífi“ (tækisþágufall), ”hann vann baki brotnu“ (háttarþágufall), ”hann bjó á Strandgötu 22, Hafnarfirði" (staðarþágufall)).
Grunnmerking sviptifallsins, sem öll önnur notkun þess er leidd af, er að tákna hreyfinguna frá, staðsetningu eða tæki sem eitthvað er gert með.
___________________________________