Nefnifall, þolfall, þágufall og eignarfall virka eins og í íslensku.
Staðarfall er mjög einfalt í rússnesku, fyrsta fallið sem okkur var kennt. Þá kemur beygingarending á fallorð sem er staður sem eitthvað er á/í, sbr:
“Bókin er á borðinu” eða á rússnesku “Kníga na stalé”.
Þá er borðið (stalé) í tækisfalli, “na” er forsetningin sem stýrir fallinu.
Ávarpsfall veit ég ekki alveg hvernig virkar, enda var okkur sagt að það væri lítið notað og við það að detta út.
Tækisfall er notað ef þú gerir eitthvað með einhverju. Þetta er raunar til í íslensku þó það sé mjöööög lítið notað. Einstöku sinnum sér maður þó frétt með orðalagi á borð við:
“Maðurinn lagði fórnarlambið hnífi”, þá er hnífur í tækisfalli. Ég get því miður ekki þýtt þetta á rússnesku :p Þetta er til í latínu líka, og heitir þar ablativus instrumentalis.
Peace through love, understanding and superior firepower.