Ég ætla að skella mér í þessa umræðu um hvernig eigi að segja upp. Til þess skal fylgja eftirfarandi skrefum ítarlega.
1. Andlegur undirbúningur (1-2 sek.)
1.1-Lítið í kringum ykkur, svo þið séuð örugglega að segja einhverjum upp.
2. Undirbúningur talfæra (2 sek.)
2.1-Kyngið vandlega öllu munnvatni sem í munninum gæti verið.
2.2-Dragið djúpt andann, án þess að þenja út brjóstkassan óeðlilega.
3. Almennur undirbúningur (Eftir aðstæðum)
3.1-Horfðu djúpt í augu viðmælandans.
3.2-Klóraðu þér í rassinum.
4. Framkvæmd (1 sek.)
4.1-Öll skilvit virkjuð, allur líkami settur í viðbragðsstöðu.
4.2-Lofti sem haldið hefur verið í lungum gefinn laus taumur.
4.3-Segðu upp.
Ég vona að þetta bindi enda á þessar endalausu umræður, sem sannarlega hafa þann eina tilgang að bjóða öðrum að hugsa fyrir sig. Þetta er ekki flókið.