Þar sem ég er að klára 10 bekk og er farinn að hugsa um skiptinám alvarlega þá var ég að pæla og þá er þessari spurningu aðalega beint til þeirra sem hafa reynsluna.
Ég fór í nám til frakklands 2004 og tók þar námskeið í frönsku. Ég get alveg fullyrt það að ef þú hefur gaman af tungumálum og tungumálanámi þá er nám erlendis í tungumálum alveg æðislegt!
Ég dúxaði í frönsku í framhaldsskóla en það sem ég lærði þar var álíka mikið og á tveimur dögum í Frakklandi. Það að vera settur inn í umhverfi þar sem menning og tunga er eitthvað sem þú þekkir lítið sem ekkert er ótrúlega gefandi og maður lærir að meta ótrúlegustu hluti.
Tildæmis bara það að fara út í búð að kaupa vatn getur verið hægara sagt en gert ef þú talar málið ekki rétt..
Áður en ég fór þetta var ég mjög óöruggur í aðstæðum sem ég réð ekki fullkomlega við en síðan þá þá nýt ég þess að koma mér í aðstöðu í ókunnugum löndum þar sem ég þarf að bjarga mér. (Kannski ég smelli bara inn grein hérna um það sem kom fyrir þarna úti)
Ég mæli sterklega með námi erlendis. Það styrkir mann rosalega og maður fær svolítið nýja sýn á heiminn.
Besta leiðin til að læra tungumál er að fara erlendis og tala það. Sama hversu erfitt þú átt með að læra tungumál almennt, þá er þetta alveg örugglega besta leiðinn.
Það fer náttúrulega eftir ýmsu. Ég er að fara sem skiptinemi eftir viku og er að fara til Venezuela í S-Ameríku. Þar er töluð spænska. Mamma mín þarna úti kann ekki stakt orð í ensku en bróðir minn þarna úti getur bjargað sér. Ef hann kynni ekki ensku, þá mundi ég hugsanlega ná tungumálinu á innan við 2 mánuðum. Það hjálpar líka ef þú ferð lítið sem ekkert á msn, lítið sem ekkert á netið að skoða íslenskar síður og að þú lesir ekki íslenskar bækur.
Þetta er allt spurning um viljan, reyna að tala tungumálið og ekki vera hræddur um að gera villur.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..