Jájá, það er ánægjulegt. Það breytir samt ekki því að það hefur enginn latínu að móðurmáli og og skilgreiningin á dauðu máli er mál sem enginn hefur sem móðurmál.
Latína er vissulega útdauð þar sem að það á engin þjóð hana að móðurmáli lengur. En eins og ég sé það þá er hún alveg sprelllifandi í ljósi þess að hún er ennþá kennd víða um heim, það er verið að finna upp latnesk nýyrði og það eru fluttar fréttir á latínu og fólk skilur hana.
Ég átta mig á því hver staða latínunnar er í dag. En það er bara ekki skilgreiningin á lifandi máli að það sé einhver sem skilur hana (latína er auðvitað ekki óþekkt mál, hún er bara dauð).
Menn hafa nú samt nokkuð skýra hugmynd um hvernig latína var töluð, þótt ýmislegt sé óljóst. Ef þú vilt lesa þér til um þetta, þá er besta bókin um þetta Vox Latina eftir W. Sidney Allen.
Kannski ekki útdautt mál. algjörlega ekki útdautt ef spurningin er hvort fólk kunni hana ennþá. En það er náttúrulega engin sem hefur latínu að móðurmáli.
Málið er að ég er að vinna í skólaverkefni (er nemi í leiklistardeild) og er að setja upp verk. Mig langar til þess að láta fólk tala á máli sem ekki lengur notað í tali. (Verkið fjallar mikið um dauðann og það sem áður var).
Svo, gætir þú mögulega þýtt fyrir mig texta yfir á latínu? :-)
Já, meinarðu þá forníslensku. Það er flott mál, en gallinn er sá að það skilst svo vel af íslendingum. Mig langar til þess að geta sett texta undir til þess að þýða hvað fólk er að segja. Hins vegar fór ég að velta málinu “norn” fyrir mér, sem er afar skylt íslensku.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..