Furðulegt að nota orð af slóvenskum uppruna sem íslenskt nýyrði. En allavega, svo ég komi mér að efninu, þá var ég að gera athugasemd við þessa áráttu að búa til sérstakt orð yfir allt. Það er óþarfi og alveg örugglega geðveiki. Það sniðuga við tungumál er að við getum raðað saman orðum til að tákna margslungin fyrirbæri, það er því algjör óþarfi að búa til endalaust af nýyrðum. Ef að við þurfum stanslaust að gera okkur skiljanleg með langri setningu til að útskýra eitthvað, þá skynsamlegt að búa til orð og það gerist eðlilega að sjálfum sér á endanum. Hversu oft þarf ég að gera greinarmun á skóla með áfangakerfi sem er ekki fjölbrautarskóli? Ég man ekki til þess að ég hafi nokkurntímann þurft að gera það.
Bætt við 23. janúar 2007 - 15:05
Hinsvegar er mjög sniðugt að búa til nýyrði yfir græjur eins og iPod og annað. Spilastokkur eða tónhlaða. Þetta dæmi um orð sem ég nota líklegast vikulega.