Það er hægt að taka latínuáfanga í ýmsum framhaldsskólum en það er ekki ósanngjarnt að segja að enginn íslenskur framhaldsskóli býður upp á jafnmikið latínunám og MR, bæði á nýmáladeild (sem er jafnvel meiri latína en í flestum öðrum framhaldsskólum) og á fornmáladeild.
Háskóli Íslands býður líka upp á latínu til BA-prófs, og nemendur þurfa ekki að hafa lært neina latínu í framhaldsskóla til að byrja í latínu þar, því hún er kennd alveg frá grunni.
___________________________________