Einfaldar setningar eru byggðar upp eins og í íslensku:
Ég borða hund = Je mange un chien
Neitun er sett utan um sögnina:
Ég borða ekki hund = Je ne mange un chien
Spurningar geta annað hvort verið bara einfaldar setningar með spurningamerki (eða spyrjandi tón)
Tu es islandaise? = Ertu íslensk?
eða þá að “est-ce que” er bætt fyrir framan
Est-ce que tu es islandaise? = Er það svo að þú ert íslensk?
Þátíð er oftast með passé compose (man ekki hvað það er á íslensku) þar sem hjálparsögn er sett fyrir framan og sögnin er sett í, held ég, lýsingarhátt þátíðar (langt síðan ég lærði íslenska málfræði svo ég er ekki alveg viss á þessu) en algengast er að taka -er af reglulegum sögun og setja -é:
Il a mangé poulet = Ég hef borðað kjúkling
Þetta er það algengasta og eiginlega bara eins og íslenska.
Mig grunar að það sem ruglar þig séu lýsingarorðin. Þau koma oftast fyrir aftan nafnorðið, nema einhverjar undantekningar eins og petit.
Frönskukunnátta mín nær allavega ekki lengra en þetta en ég held að franska sé oftast svipuð og íslenska í setningaskipan.