Flestar þjóðir Evrópu byggja ritmál sitt á latneska stafrófinu, sem er í megindráttum
eins og það enska (a, b, c, d,…), en nota ýmsa aukastafi. Við notum til dæmis á, ý og ð.
Rússar, Serbar og fleiri þjóðir nota stafróf í kýrillísku letri; einhver munur gæti verið á
þeim, en ég, Arkímedes, þekki það ekki.
Ef þú kannt að skrifa íslensku, ensku, dönsku, sænsku, norsku, króatísku, ítölsku, spænsku
og portúgölsku, kanntu í raun 9 stafróf, þó letrið er í grunnatriðum eins.