Slettur eru að mínu mati eðlilegur hluti af máli. Hinsvegar ætti fólk ekki að sletta til að slá um sig eða nota þær á rangan máta. Til dæmis er algjörlega út í hött að svara til með orðinu touché þegar átt er við cliché. Þetta hef ég séð og aðra áþekka vitleysu. Þegar fólk slettir og missir algjörlega marks eða setning tapar algjörlega merkingu sinni er einum of langt gengið. Ég legg til að menn skoði reglur Orwells, sem eiga við í öllu töluðu máli þótt svo að þær hafi komið fram í ritgerð um enska tungu:
1. Never use a metaphor, simile, or other figure of speech which you are used to seeing in print.
2. Never us a long word where a short one will do.
3. If it is possible to cut a word out, always cut it out.
4. Never use the passive where you can use the active.
5. Never use a foreign phrase, a scientific word, or a jargon word if you can think of an everyday English equivalent.
6. Break any of these rules sooner than say anything outright barbarous.
Þ.e.a.s. notið slettur ef það er það fyrsta sem kemur ykkur til hugar og þið eigið erfitt með að koma orðum fyrir ykkur á annan máta, en gætið þess að nota þær alls ekki ef þið eruð ekki viss hver merking þeirra er. Stundum er betra að segja ekkert.