Ég átti stjúpmömmu frá Namibíu í smá tíma þegar ég var um 10-11 ára, reyndi að tala við hana eitthvað en það gekk voða takmarkað..
Mér fannst latínan mjög fallegt tungumál í 8.bekk, ætlaði að læra hana sjálf frá bók en gafst upp, í skólanum lærði ég náttla eittnhvað en aldrei neitt þar sem vakti áhuga minn..
Svo eignaðist ég stjúpmömmu og litla systur frá Brasil, flutti til pabba og hennar og fór að reyna að tala við þær, tala orðið allt í lagi portúgölsku núna, um 75% þess sem ég tala yfir daginn er nokkurnvegin á portúgölsku, bý samt en á íslandi ;)
Annars þá var ég lengi að spá í ferðaþjónustu, hestaferðum fyrir túrista og slíkt og ef ég færi í það þá yrði ég að tala smá önnur tungumál en íslenskuna, svo þaðan og frá fjölskyldunni kemur áhugainn minn ;)