Góð orðabók og þýðingavél
Mikilvægt er að finna sér góða netorðabók og þýðingarvél. Það er mjög auðvelt að nota Google til að finna eitthvað t.d. með leitinni „English – Spanish dictionary“. http://babelfish.yahoo.com/ og http://translate.google.com/# eru einnig vinsælar þýðingarvélar en maður verður þó að passa sig á því að vera ekki að láta þær þýða heilu setningarnar heldur frekar orð fyrir orð. Sjálfur þegar ég byrjaði að læra Sænsku var ég búinn að vera að læra Þýsku á fullu og þá notaði ég Þýska-Sænska orðabók en með því var ég að þjálfa bæði tungumálin.
Vefsíður eins og http://www.wiktionary.org/ eru frábærar þegar að maður er í vandræðum með föll og tíðir o.s.frv. en þar geturðu leitað að orðum á mörgum tungumálum og séð í mörgum þýðingum, í öllum föllum og tíðum og einnig séð skild orð.
Livemocha
Livemocha.com er frábær vefur sem að býður upp á efni fyrir 36 tungumál. Þú skráir þig einfaldlega, býrð til profile og skráir þig í það tungumál sem að þú vilt læra en þú getur lært öll þessi 36 tungumál að kostnaðarlausu. Það er þó einnig hægt að kaupa sér „premium course“ og „travelling course“ fyrir nokkur tungumál.
Mörg tungumál samanstanda af 101, 102, 201 og 202 áföngum en þó eru sum tungumál sem að eru ennþá bara með 101, eins og t.d. Íslenska. En ég veit að það er verið að vinna í því að bæta við áföngum og fjölga tungumálunum enn frekar.
Hver áfangi inniheldur síðan allavega 3 „Unit“ og eru 5-6 „Lessons“ í hverju „Unit“. Þannig að tungumál sem að er með þessa fjóra áfanga gæti innihaldið um 60 æfingar. Í flestum tilfellum samanstanda æfingarnar af fjórum hlutum; fyrst færðu orðaforðann, síðann verðuru prófaður úr orðaforðanum, síðan kemur stutt skrifleg æfing og í lok tal-æfing, þar sem að þú átt að lesa texta.
Svona gengur þetta fyrir sig:
Segjum að þú byrjir í t.d. Frönsku 101. Fyrst færðu 40 orð eða stuttar setningar, sem að allar fylgja einni mynd, sem að þú rennir í gegnum og við hvert orð og hverja setningu heyrist framburðurinn með. Þegar þú ert búinn að skoða þessa 40 hluti geturðu siðan vistað þá sem „flashcard“, sem þú getur skoðað seinna og tekið próf úr. Einnig er hægt að finna „flashcards“ sem að aðrir notendur hafa búið til og t.d. mörg „flashcards“ sem að innihalda setningar, orð og frasa sem að ekki finnast í æfingunum á Livemocha. En já, þegar þú ert búinn með fyrsta hlutann, þá verðuru prófaður úr orðaforðanum. Þá muntu annaðhvort heyra orðið eða setningu eða þá birtist texti og þú hefur fjórar myndir til þess velja úr og einn valmöguleiki er réttur. Á eftir þessari æfingu er komið að skriflegu æfingunni en þar ertu beðinn um að skrifa stuttan texta með orðaforðanum sem þú lærðir í æfungunum á undan. Þá kemur sér vel að hafa vistað „flashcard“ settið. Þegar þú ert búinn að skrifa það sem beðið var um þá sendir þú einfaldlega textann og ef þú átt einhverja „vini“ á Livemocha sem að tala viðkomandi tungumál, þá geturðu beðið þá um að leiðrétta textann fyrir þig. Einnig geturðu beðið „suggested language partners“ um að leiðrétta. Síðan er komið að tal-æfingunni en þá áttu að taka upp sjálfan þig við að lesa gefinn texta og þú getur einnig sent hann á aðra notendur og fengið tips við framburð og svo framvegis.
Hægt að ræða við hina milljón notendur síðunnar á Livemocha svipað og MSN nema með innbyggðri þýðingarvel og það er mjög góð leið til þess að læra. Einnig er hægt að gera auka skriflegar- og talæfingar sem að aðrir notendur geta leiðrétt fyrir þig.
http://www.livemocha.com/sihp
Busuu.com
Busuu.com er svipað Livemocha nema byggist meira á samtölum og er að mínu mati gott í bland í Livemocha. Á Busuu er þó bara hægt að finna æfingar fyrir Spænsku, Frönsku, Ensku, Ítölsku, Þýsku og Portúgölsku. Þar er kerfið svipað og á Livemocha, bæði með myndaæfingum til að læra orðaforða, skrif- og lesæfingar og samtöl við aðra notendur. Eins og á Livemocha, þá er hægt að borga ákveðna upphæð og þá færðu aðgang að miklu meira efni.
Það sem að Busuu hefur fram yfir Livemocha er að bjóða upp á gagnvirk próf þar sem að þú getur skoðað hvernig að þú stendur þig en það er ennþá aðeins hægt að fyrir Ensku á Livemocha, svo ég viti.
Einnig hefur Busuu það fram yfir Livemocha að bjóða upp á málfræðiæfingar, fræðandi Youtube myndbönd á tungumálunum og „additional resourches“ og „language school“ þar sem að hægt er að finna aukaefni svosem orðabækur, verkefnabækur o.s.frv. á Amazon og einnig mikið efni um Tungumála skóla.
Byki
Byki er frábært forrit sem að hægt að er að niðurhala að kostnaðarlausu og er notað til þess að læra orðaforða og setningar. Forritið sjálft er mjög lítið og auðvelt og má nálgast hérna: http://www.byki.com/fls/FLS.html og þar fylgja með (allavega hjá mér) 12 sett af „kortum“, þ.e. orð og setningar sem að fylgja með myndum og framburði. Síðan er hægt að niðurhalda endalaust af kortasettum fyrir 68 tungumál hérna http://www.byki.com/listcentral.html#Languages um allskonar efni, t.d. knattspyrnuhugtök á viðkomandi tungumáli, dýraheiti, hvernig á að spyrja til vegar, um hátíðar og allt fram eftir götunum.
Free Audiobooks
Hérna: http://www.goethe-verlag.com/book2/ er hægt að finna fullt af ókeypis hljóðbókum á því tungumáli sem að þú ert eða vilt læra. Á Goethe Book 2 síðunni er að finna 41 tungumál sem að margar innihalda 100 hluta eða æfingar. Þá er tilvalið að hlaða þessu niður (Þýsku hljóðbækurnar eru 129mb) og láta á iPodinn sinn eða hlusta á heima þegar maður hefur ekkert að gera. Þar er farið í fullt af orðaforða, setningauppbyggingu, mælfræði o.s.frv. Einnig er hægt að googla bara „free (insert any language) audiobooks“ og finna fjöldan alla af ýmislegu efni eins og t.d. smásögum. http://www.gutenberg.org/catalog/ er einnig mjög góð síða með sirka 60 tungumálum.
Myngle
Á Myngle er aðeins að finna „live“ kennslu og eru þar fullt af lærðum kennurum en það kostar samt. Þó er hægt að fá „free trial“ og er það örruglega þess virði að próf þó ég hafi ekki ennþá gert það sjálfur. Það sem að ég hef gert á Myngle er að skoða Free Language Tools hlutann þeirra en þar er að finna fyrir Arabísku, Ensku, Frönsku, Þýsku og Spænsku, hlóðbækur sem skipt er í þrjá erfiðleikaflokka, bent á góðar útvarpsstöðvar, Youtube myndbönd með hljálp í viðkomandi tungumáli, linkar á góðar e-books (semsagt sögutextar, ljóð og svoleiðis), Podcast þar sem hægt er að hlusta á upptökur, net-dagblöð, spjallsvæði, lækir til þess að læra ný orð, Orð Dagsins og einnig þýðingarvél.
Hérna má finna Free Langauge Tool hluta síðunnar: http://www.myngle.com/library