Margir velta kannski fyrir sér hvers vegna í ósköpunum fólk er að fara um víðan völl til þess eins að læra spænsku eða annað tungumál.


Í þessarri grein ætla ég að nefna tíu ástæður þess hvers vegna mér finnst að fólk ætti að læra spænsku.


1. Hafðu samskipti við 500 milljónir spænskumælenda um heim allan


Það eru rétt um 500 milljónir spænskumælenda í heiminum í dag og sú tala hækkar með hverri mínútu. Værir þú ekki til í að vera einn af þessum hóði og eiga möguleika á að hafa
samskipti við og eignast vini á meðal þessarra spænskumælenda?

Það hefur aldrei verið auðveldara að demba sér í Spænskunám og byrja að tjá sig, hvort sem það er í gegnum internetið eða í spænskumælandi landi, möguleikarnir eru endalausir.


2. Eignastu vini sem þú munt eiga alla ævi


Að læra spænsku er frábær leið til að kynnast fólki. Fólk sem stundar spænskunám erlendis hittir samnemendur í skólanum og oftast myndast góðir vinahópar alls staðar að úr heiminum og einnig hittirðu fólk sem býr í bænum eða borginni þar sem þú lærir og þú munt geta notað spænskukunnáttuna jafnóðum og eignast vini á sama tíma.


3. Talaðu við spænskumælendur í þínu eigin landi


Hefur þú einhvern tíma heyrt útlendinga tala erlent tungumál í heimalandi þínu og hugsað hversu frábært það væri að geta talað við og skilið þetta fólk sem hugsanlega býr í sama landi og þú, læra um menninguna þeirra og þeirra skoðanir.

Þú getur það auðveldlega ef þú dembir þér í djúpu laugina og byrjar að læra spænsku í dag.


4. Víkkaðu sjóndeildarhringinn


Að halda sig í sama landi og tala sama tungumálið alla ævi er leiðinlegt.

Þú lifir bara einu sinni og með því að læra annað tungumál, víkar þú sjóndeildarhringinn hjá þér og það hjálpar þér að skilja aðra menningarheima og líf þitt verður skemmtilegra fyrir vikið.


5. Búðu til þín eigin starfstækifæri


Hver vill ekki heyra þetta í kreppunni?

Spænska mun opna fyrir þér fullt af tækifærum á vinnumarkaðinum.

Þú munt geta notað spænskukunnátuna þína til að fara og vinna í spænskumælandi landi, spænskukunnáta mun líta vel út á ferilskránni og möguleikarnir við að finna vinnu þar sem þú notar spænsku er endalausir, hvort sem það er í heimalandinu eða erlendis.


6. Njóttu ferðalaganna til hins ítrasta


Að vera í landi þar sem þú talar ekki tungumálið getur verið skemmtileg lífsreynsla að mörgu leyti. En að vera í landi þar sem þú talar tungumálið og skilur menningu þjóðarinnar er ómetanlegt.

Spænska er móðurmál um 350 milljóna manna í 21 landi, hugsaðu þér alla möguleikana.


7. Lærðu spænsku til að geta notað hana til frekari menntunar erlendis


Að læra spænsku mun hjálpa þér mikið ef þú hefur áhuga á að mennta þig erlendis. Hvernig hljómar að fara í háskóla í Buenos Aires?

Eða fara í skiptinám í Barcelona og liggja á ströndinni með vinunum milli kennslustunda?


8. Að læra spænsku gerir næsta tungumál auðveldara


Þeir sem hafa lært spænsku eða annað tungumál sem annað tungumál með vinnusemi, kostgæfni og mikilli æfingu segja oft að næsta tungumál sem maður lærir verði mun auðveldara að ná tökum á í samanburði.

Að læra erlent tungumál þjálfar mann andlega og félagslega auk þess sem menning spilar inn í, og þessi reynsla gerir það að verkum að næsta tungumál verður auðveldara að læra.
Þegar maður er búinn að læra að tala spænsku upp að góðu marki, bæði orðaforða, málfræði og aðra hluta tungumálsins án þess að þurfa að hugsa of mikið um það þá á maður miklu auðveldara með að læra næsta tungumál.


9. Talaðu við innfædda spænskumælendur og kynntu þér menningu þeirra


Talaðu við innfædda með spænskunni sem þú hefur lært. Innfæddir spænskumælendur eru oftast ánægðir þegar þeir heyra að útlendingar hafa lagt sig fram við að læra tungumálið þeirra og eru til í að spjalla við þá og kynna þá fyrir sinni eigin menningu auk þess að hjálpa þeim við að bæta spænskukunnáttuna.


10. Að læra spænsku er gaman!


Að fara og læra erlendis er alltaf frábær lífsreynsla sem mun breyta lífi þínu. Að vera í ókunnugu landi þar sem þú talar ekki málið og læra það svo smám saman og að lokum verandi partur af samfélaginu er mjög gefandi.

Þú munt líka hitta fullt af nýju fólki og vonandi skapa vinasambönd sem munu endast að eilífu.


Höfundur er eigandi síðunnar www.sindrithor.com/learnspanish

Sem hjálpar fólki að finna spænskunámskeið við þeirra hæfi, bæði á netinu og utan þess.