Mig hefur lengi langað til þess að gera grein um pólsku.

Ég fékk fyrst áhuga á pólsku árið 2006 þegar ég vann með pólskri konu á leikskóla og hún byrjaði að kenna mér allskonar frasa. Auk þess voru nokkur börn á deildinni minni sem voru pólsk og það var gaman að geta komið þeim á óvart með því að segja orð sem þau skildu.

Ég byrjaði að kanna málið aðeins og læra smá online. Bara svona undirstöðu frasa, eitthvað til þess að redda mér þegar ég rekst á Pólverja. Líka alltaf gaman að hitta þá á djamminu og sýna þeim hvað ég kann, verða alltaf jafn hissa á því hvað framburðurinn minn er góður. Náði meira að segja einu sinni að ljúga að einum að ég væri Pólverji en leiðrétti það þegar hann sagði fullt af orðum sem ég skildi ekki og bjóst við svari:P

Eins og flestir vita er pólska töluð í Póllandi af 38 milljónum sem þar búa. Einnig er hún töluð í einhverjum hluta af Hvíta-Rússlandi, Úkraínu, Litháen, Rúmeníu og Tékklandi. Sökum útflytjenda má finna pólskumælandi fólk í löndum eins og Þýskalandi, Frakklandi, Írlandi, Ástralíu, Mexíkó, Ísrael, Brasílíu, Íslandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Talið er að um 21 milljón Pólverja búi utan Póllands.

Pólska kemur á eftir Rússnesku sem útbreiddasta tungumálið af Slavnesku tungumálunum og á hún mest skylt við tungumál eins og tékknesku, úkraínsku og slóvensku.

Pólska stafrófið er byggt á latneska stafrófinu en ólíkt öðrum tungumálum sem byggð eru á latnesku þá notaðist pólskan ekki við tékkneska réttritun heldur þróaði sína eigin. Pólska stafrófið innheldur ekki Q, V og X, enda engin þörf fyrir þá, í staðinn eru stafirnir K, W og KS og GZ notaðir.

Ég ætla ekki að fara í málfræðina neitt ítarlega. Enda er ég ekki svo góð að ég þekki hana alveg. Þyrfti þá bara að copy/paste-a og það getið þið séð um.
Rétt í endann ætla ég að koma með nokkra frasa svo að þið getið nú reddað ykkur í Bónus. Pólska er allsekki leiðinlegt tungumál og allsekki óþarfa tungumál. Mér hefur þótt mjög gaman að geta sagt eitt og eitt orð við Pólverjana sem koma í vinnunni til mín(vinn í Fríhöfninni)og þeir verða alltaf jafn hissa á því að einhver skuli hafa lagt það á sig að læra þetta. Það er eins og þeir hafi ekki fengið neitt annað en skítkast og svo kem ég og segi eitthvað á pólsku og þeir verða alveg furðu lostnir. Við viljum að þeir læri íslensku en mér finnst að við gætum alveg komist til móts við þá og lært eitt og eitt orð í pólsku:)

Nokkrir vinsælir frasar, hef framburðinn með fyrir þá sem vilja læra að segja þetta
Jak sie nazywasz?(jek sje nasívas) = hvað heitirðu?
Nazywam sie(nasívam sje) = ég heiti..
Dzien dobry(djin dobre) = góðan daginn
Dobranoc(dobranok) = góða nótt
Do widzenia(do vidzenja með áherslu á z) = vertu blessaður (formlegt bless)
Tak = já
Nie = nei
Nie rozumiem(njé rosúmjem) = ég skil ekki
Dziekuje(djinkuje) = takk fyrir
Lubie Cie(lúbí tjem) = mér líkar þú
Kocham Cie(koham tjem) = ég elska þig
Ile to kosztuje?(íla to kastúje) = hvað kostar þetta?
Zamknij sie(samknísje) = þegiðu
Spadaj(spadaj) = enska þýðingin er get lost, sem sagt týnstu:P
Nie mówie po polsku(nje múvjá po polsku) = ég tala ekki pólsku
Kurwa(kúrva) = getur þýtt hóra, helvítis og tík. Allt eftir því hvernig samhengi er. En samkvæmt konunni sem ég vann með þá er þetta það versta sem þú getur kallað konu á pólsku. Það er ekki til neitt meira skammaryrði heldur en þetta.
Kurwa mac(kúrva matsj) = bara notað sem blótsyrði, eins og helvítis eða andskotinn.
Spierdalaj kurwa = drullastu í burtu helvítis hóra ef þið viljið vera einstaklega orðljót.

Nú stefni ég á að fara í fjarnám bæði í pólsku og rússnesku og svo ætla ég að skella mér út til þess að ná fullkomnum tökum á tungumálunum. Endilega ef þið hafið einhverja fleiri frasa að bæta þeim hérna við, vona að þessi grein hafi verið ykkur bæði til gagns og gamans.

Svo er meira af frösum með mp3 fælum til þess að læra framburðinn hérna:
http://onestoppolish.com/useful_polish_phrases.htm

Takk fyrir mig.