Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ítölsku. Ég held það hafi byrjað þegar ég fór að hafa virkilegann áhuga á tónlistarnáminu mínu. Þá fór ég að reyna meira og meira á mig að reyna að skilja fyrirmælin, sem voru oftar en ekki á ítölsku.
Nokkrum árum seinna hitti ég strák á síðu sem ég var oft á, en hann er einmitt ítalskur og er með bestu vinum mínum í dag. Hann kenndi mér smá ítölsku og ég kenndi honum íslensku. Það voru samt aðallega blótsyrði og þess háttar sem við kenndum hvoru öðru!
Þá var ég í MH. Ég ákvað að það væri sniðugt að læra meira en blótsyrði og lýsingarorð um hraða og styrk tónlistar, svo ég skráði mig í ítöslku 103. Þá var ekki aftur snúið.
Ég keypti mér miða til ítalíu, ég var þar yfir jólin 2005. Ég gisti heima hjá vini mínum, og fjölskyldu hans sem talar enga ensku. Samskipti mín við þau fóru fram einungis á ítölsku og með höndunum. Þá var ég nýbúin með ítölsku 103.
Ég lærði ótrúlega mikið á þessum 17 dögum sem ég var þar. Ég hafði mun betri tilfinningu fyrir málinu en áður, og orðaforðinn stækkaði ört. Ég kynntist líka fullt af fólki, og tala við sum þeirra á MSN - nær alltaf á ítölsku.
Nú er ég nýbúin með 203, og er á leiðinni í 303 næsta haust. Ég ætla að taka ítölsku sem fjórða mál, en þriðja mál mitt er þýskan. Núna kann ég meðal annars tvær þátíðir, en mér finnst það alltaf vera viss áfangi þegar maður er búinn að læra þátíð í tungumáli. Þá er mun auðveldara að eiga samskipti á því.

Wikipedia
Italy, San Marino, Vatican City, Switzerland, Istria (Slovenia and Croatia), besides significant communities of emigrants in Canada, United States, Argentina, Brazil, Australia, Venezuela, Uruguay, Germany, France, Belgium, United Kingdom and Luxembourg.
Understood by a significant part of population in: Principality of Monaco, Corsica, Nizzardo, Malta, Albania, Libya.
Ítalska er, eins og flestir hafa nú þegar áttað sig á, tungumálið sem er talað á Ítalíu. Eins og sést á þessum lista af wikipedia er hún einnig töluð, í stærri eða minni mæli, í slatta af löndum. En ítalska er ekki það sama og ítalska. Það eru mjög margar mállýskur, sem eru oft héraðsbundnar. Oftast skilja ítalir hvern annan, en sumar mállýskurnar eru mjög ólíkar. Þar má nefna Vèneto, sem margir í Veneto héraðinu (þar sem Feneyjar eru meðal annars, en þar er enn annað afbrigðið sem kallast veneziano) tala. Samt sem áður er venjulega opinbera ítalskan algengust þar, þegar ég var þar tók ég sjaldan eftir tungumálinu. Samt eru yfir 4.000.000 manns sem tala vèneto.
En þar sem ég kann ekkert í vèneto ætla ég ekkert að ræða það frekar.

Ítalska stafrófið hefur 21 staf. Þeir hafa ekki J, K, W, X, né Y.
J er oftast skrifað sem Gi. Ítalska útgáfan af nöfnunum Jóhann og Jóhannes er til dæmis Giovanni. Jakob er Giacomo. Jóhannes Páll páfi hét Papa Giovanni Paolo.
Algengustu nöfnin á ítalíu, samkvæmt Wikipedia, eru:
Karlmenn: Giuseppe (sbr. Jósef), Antonio (Anton), Giovanni (Jóhann / Jóhannes), Francesco.
Konur: Maria, Anna, Rosa, Giuseppina (Jósefína), Angela, Giovanna (Jóhanna).


Ég ætla að enda þessa grein á nokkrum frösum og setningum á ítölsku.


Io mi chiamo Roberto / Io mi chiamo Roberta - Ég heiti Roberto / Roberta (Ég mitt nafn Roberto/Roberta) (Ath: Það má líka sleppa “io”-inu, en það er óformlegra. Einnig er hægt að segja “Sono Roberto/Roberta”, sem er “ég er”.
Ho 19 anni - Ég er 19 ára (Hef 19 ár)
Sono italiano / sono italiana - Ég er ítalskur / ítölsk
Sono islandese - Ég er íslenskur / íslensk

Með þessa frasa í farteskinu eru ykkur allir vegir færir á Ítalíu! Munið bara að ýkja hreiminn eins mikið og þið getið, reynið að hljóma eins og mafíósi. Þá er þetta perfetto!