Þegar finna á kyn nafnorða í þýsku, sést kynið sjaldnast á orðinu, heldur á greininum sem fylgir með, en hann er ýmist ákveðinn eða óákveðinn.

Greinirinn beygist eftir fjórum föllum, sem eru þau sömu og í íslensku; nefnifall, þolfall, þágufall og eignarfall.


Óákveðinn greinir – Der unbestimmte Artikel


……..Kk….. Kvk…… Hk
Nf.… Ein…… Eine… Ein
Þf.…. Einen.. Eine… Ein
Þgf... Einem.. Einer.. Einem
Ef.…. Eines… Einer.. Eines

Þar sem “ein-” merkir bæði “einn” auk þess að vera óákveðinn greinir, er það ekki til í fleirtölu. Þegar nota á fleirtöluorð með óákveðnum greini, er notað fleirtöluorðið eitt og sér án greinis.

Ein Mann (Maður)
Eine Frau (Kona)
Ein Kind (Barn)

Männer/Frauen/Kinder : (Menn/konur/börn)


Ákveðinn greinir – Der bestimmte Artikel

……..Kk…. Kvk….. Hk
Nf.… Der… Die…. Das
Þf.…. Den… Die… Das
Þgf... Dem… Der… Dem
Ef.…. Des… Der… Des

Í fleirtölu er hann hinsvegar eins, sama hvert kynið er.

…….. Ft.
Nf.… Die
Þf.… Die
Þgf... Den
Ef.… Der


Der Mann (Maðurinn)
Die Frau (Konan)
Das Kind (Barnið)

Die Männer/Frauen/Kinder : (Mennirnir/konurnar/börnin)




Sömu endingarnar eru einnig notaðar við beygingu á “kein-” sem er neitun sem merkir “ekki” eða “enginn”, og einnig á sterkum beygingum lýsingarorða(með smá breytingu í eignarfalli).