Sjálf uppgötvaði ég ekki spillinguna á tungumálinu fyrr en ég kom heim á klakann aftur eftir að hafa flust erlendis. Ég var umhringd ensku alla daga – daginn út og inn. Ég saknaði þess að geta tjáð mig á íslensku, þar sem ég bjó hjá enskumælandi fólki og var líklegast eini íslendingurinn í þessum smá bæ að erlendum mælikvarða (u.þ.b. jafn stór og höfumborgarsvæðið). Ef til vill yrðu aðrir að upplifa það sama til að virkilega meta okkar ágæta mál.
Slæm enska í bland við íslenskuna (sem sagt: ísl-enska) getur einfaldlega ekki boðað gott. Það er hvorki að styrkja góða ensku (svo ekki sé minnst á réttan framburð) né neinnar framtríð fyrir íslenskuna. T.d. þá ruglaði alltaf danska orðið geografi mig þegar það kom að enskunni og ég hef viljað bera það fram alveg eins, í staðin fyrir “djía-gró-fí” (með skemmtilegum hreim) eins og það á víst að vera. Síðan veit ég af og hef oft heyrt íslenska unglinga tala bókstaflega heilu setningarnar á ensku. Það er svo sem ekkert að því, og að mínu mati er það réttara í stöðunni, ef þú vilt þá á annað borð notast við ensk orð – þá er mun betra bara að gera það á enskamátann, heldur en að slengja þeim illa uppsettum inn í íslenska tungu. Þó að ég hef hér minnst á hina ungukynslóð sem fer brátt ríkjandi, þá vil ég taka það fram að ég er alls ekki að benda neinni sakar hendi að þeim, heldur á þetta við flesta – jafnt ungna sem og aldna. Alltaf hefur mér þótt það jafn amalegt þegar ég heyri foreldra mína (jafntsem aðra af hinni eldrikynslóð) afskræma ensk orð svo að þau falli betur inn í íslenskuna, sérstaklega þegar ég veit að þau voru ekki vön að láta þessi sömu orð fylla í skarð þessara íslensku orða okkar. Það er eins og þetta sé að fara sí vaxandi og er raunin líklegast svo.
Ég er alls ekki að fara út í þetta málefni útaf því að ég hef óbeit á enskri tungu, því fer nú fjær. Ég kann vel að meta tungumálið, en hins vegar þá finnst mér eins og það ætti að vera staður og stund fyrir okkar eigið móðurmál áður en það glatast algjörlega fyrir hendi enskunnar. Tilgangur minn með þessari grein er að opna hin luktu augu íslenska líðsins svo þau sjái að sér og vonandi ákveða að leggja sitt að mörkum til að stuðla að notkun (nánast) hreinnar íslensku. Ég mun líklegast aldrei átt mig á þessari tískubylgju og afhverju hún virðist gott sem komin til að vera og ég vona það svo hjartanlega að einhverjir fleiri en ég geti metið íslenskuna að verðleikum og viljað nýta hana út í ystuæsa.
Spurning mín, og þar með hin ástæðan fyrir því að ég skrifaði þessa grein, er einfaldlega - “afhverju?” Afhverju finnst fólki það vera svalt að sletta og tala á ensku? Og ef það er ekki ástæðan, hver er hún þá?
Ég þolli ekki stavsedníngavilur