Það fólk sem kommentar oftast á þessi mál í sambandi við dönskukennslu á íslandi eru að miklu leiti tungumálalega vangefnir og hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að tala. Margir hverjir eru þeir 13-14 ára og hafa ennþá “OMG DANSKA SÖKKKAR WAZZA?!??!?!” álit á dönsku, af því að “vinsæli” náunginn í bekknum hefur það.
Jú það eru eflaust sumir sem eru svona, en ég held að það séu ekki svo margir 13-16 ára guttar í grunnskóla sem commenta mikið á Huga .. annars veit maður aldrei, ég er a.m.k. nýbyrjaður að commenta e-ð hér og er 18 :P
Í fyrsta lagi, þá er Danmörk eitt það mikilvægasta land á norðurlöndunum. Kastrup flugvöllur er sá sem fær mesta umferð á öllum norðurlöndunum. Eitt stæsta fyrirtæki í evrópu, eða Maersk, er einnig danskt. Á grænlandi og í færeyjum er hægt að tala dönsku, vegna þess að þau eru bæði undir danmörku.
Einnig má nefna að íslenska ríkisstjórnin fær borgað fyrir að kenna íslendingum dönsku í grunnskólum, frá dönsku ríkisstjórninni(Ekki haldið þið, með þessa stjórnmálamenn sem við höfum í dag, að þeir færu að eyða peningum í skólabækur handa krökkum sem nenni ekki að læra viðkomandi fag ef þeir væru ekki að græða?)
Af 11 stærstu opinberum fyrirtækjum HEIMS þá eru af þeim 2 frá Hollandi, þýðir það þá ekki að við ættum að fara að læra hollensku skvt. þínum rökum ??
(Tekið af wikipedia og eru tölur frá 2005)
Copenhagen Airport Denmark 20 mill. passenger.
Stockholm-Arlanda Airport, Sweden 17.1 mill. passengers.
-Vá fjölfarnasti flugvöllur norðurlanda er jú Kastrup en eins og þú sérð er Svíþjóð skammt undan og einnig sé ég ekki af hverju það kemur málinu e-ð við hvaða flugvöllur er mest notaður. Það t.d. segir ekki til um að það fara fleiri útlendingar til Danmerkur en til Svíþjóðar .. af hverju .. vegna þess að MJÖG margir fljúga til DK og taka síðan lest til Svíþjóðar.
Fólk er að læra DK alveg fram í framhaldsskóla, ef að Ríkið er að þessu vegna einhverra peningar sem þú segir að það fái þá ætti það að minnsta kosti að haldast bara við grunnskóla, nema ríkið vilji endurborga mér dösnku bækurnar úr 3. og 4. bekk.
Og já… segðu mér. Heldur þú að það séu margir íslendingar sem fara til Grænlands og/eða Færeyja ?? Og ef svo er, heldur þú virkilega að dönsku kennslan sem þeim var kennt nýtist þeim e-ð á fullorðinsaldur?? Ég t.d. er bara nýhættur í dönsku og strax farinn að gleyma !!
En fyrir utan allt þetta, þá er danska það tungumál sem er í rauninni með eitthvað frá öllum hinum germanísku( ? ) tungumálunum, og það þjálfar hugann að læra dönsku.
Danska er enganveginn erfið og hver sem segir það er vangefinn og ætti að vera skotinn samstundis fyrir að vera andlega vangefinn og hafa ekki hugmynd um hvað hann er að segja.
Ég er samt ekki að segja að það sé eitthvað létt verkefni að læra dönsku, ekkert frekar en neitt annað tungumál, en danska er svona 20x léttari en íslenska þegar kemur að málfræði.
Á hverju byggir þú þá skoðun að danska þjálfi hugann e-ð meira en önnur norðurlandamál ?? Þetta er bara bull athugasemd sem á við ekkert að styðjast.
Íslenska er elsta núlifandi norðurlandamálið þannig að ef eitthvað hefur mikla “germanísku” í sér þá er það íslenskan, og þar sem færeyska er mjög lík íslensku, þá byggt á þínum rökum ættum við frekar að læra færeysku í skóla.
Þetta með fólk sem finnst danskan erfið skuli vera skotið er bara athugasemd sem lætur þig vera á sama plan og þessir svokallaðir 13 of 14 ára krakkar sem þú talar um fyrst í svarinu þínu. Og já það væri léttara fyrir íslending að læra dönsku en Dana að læra íslensku en það er hins vegar ekkert létt að læra dösnku frekar en nokkurt annað tungumál.
Spænska er ekki útbreiddasta tungumál í heiminum. Það er það tungumál sem stærsti prósentuhluti af innbyggjendum heimsins tala, en aðeins vegna þess að það eru fáránlega margir sem búa í suður ameríku og öðrum spænskumælandi stöðum.
Enska er útbreiddust, spænska er mest töluð.
Ummm….
Enska er án efa útbreiddasta tungumál jarðar hvað varðar fjöldi landa sem talar tungumálið sem móðurmál, einnig er það held ég það tungumál sem er kennt í hvað flestum löndum sem annað tungumál.
En hins vegar á móti kemur að Mandarin er töluð af 900 milljón manns, Indverska af 500 milljón manns, Spænska (Mig minnir 360 milljón manns) og Enska af 325 milljón manns. Og er þetta miðað við móðurmál eða eins og þú kallar það “innbyggjendum” :D