Já það var einhver sem sendi inn grein um að Danska væri asnaleg og enginn tilgangur í að læra dönsku.

En hér koma nokkrar pælingar frá mér:

Allir tala um að við verðum að læra annað norðulanda tungumál til þess að geta tjáð okkur á norðurlöndunum, en ég var að spá. Læra Danir eitthvað annað Norðurlandatungumál? Mér finnst að Danir ættu að læra Íslensku þar sem við eigum allt í Danmörku og erum að taka yfir þar.

En aftur á móti þá finnst mér að við ættum að læra dönsku, því hversu margir hafa farið til DK að læra en samt sagt í grunnskóla að þau hati dönsku og það væri ekki séns að þau færu að flytja þangað? Margir!
Og eru Íslendingar ekki alltaf að tala um að það sé óþolandi að innflytjendur sem koma hingað kunna ekki Íslensku? Væri það þá ekki bara eðlilegt að við myndum læra dönsku þar sem við flytjumst mikið til DK?

Síðan voru umræður um að við ættum frekar að læra spænsku en Dönsku því það væri útbreiddara tungumál, en er ekki eina spænskumælandi landið sem við förum á Spánn? Það eru ekki allir að fara til Brasilíu. Og afhverju ekki þá að læra bara kínversku? Það tala pottþétt fleirri kínverksu en Dönsku! En málið er að við erum ekki alltaf í kína eða Brasilíu.

Og eitt enn, Eru Íslendingar ekki alltaf að fara til London og Köben, það er nánast ódýrara að fljúga til köben en til Akureyrar. Er þá enginn tilgangur í því að læra dönsku þegar Íslendingar eru alltaf að fara til DK?

:)