Tungumálaséní
1.Nafn á Hugi.is : sweppur
2.Aldur: 15
3.Kyn: KK
4.Atvinna/nám: Geng í grunnskóla
5.Hvenær tókstu fyrst eftir að mismunandi tungumál voru töluð í heiminum? Ætli það hafi ekki verið svona um 5 - 7 ára aldurinn.
6.Hvenær fékkstu fyrst áhuga fyrir tungumálum? Þegar ég kunni eitthvað almennilega í enskunni og var farinn að geta talað við annað enskumælandi fólk.
7.Hversu mörg tungumál talarðu og þá hversu vel hvert og eitt? Íslenskuna eins og hver annar Íslendingur, enskuna nánast reiprennandi, mætti bæta dönskuna og svo gæti ég líklegast bjargað mér í sænskunni.
8.Lestu mikið á öðrum tungumálum? Hvaða þá? Ég les mikið af efni á netinu sem er á ensku, kíkí líka stundum í eina og eina bók sem er á ensku og svo hef ég lesið eitthverjar dönsku bækur.
9.Uppáhaldstungumál (hvers vegna?): Mér finnst sænskan heilla mig alveg óskaplega og hef líka gaman af því hvernig þeir syngja málið sitt.
10.Hvað finnst þér um tilbúin tungumál eins og Esperanto? Hef svo sem voða lítið um það annað að segja en að þetta heillar mig ekki mikið, sérstaklega þar sem að þetta mál er notað svo lítið.
11.Einhver lokaorð? Þó að þú lærir önnur tungumál þá ekki gleyma uppruna þínum.
Ef þú vilt vera tungumálaséní mánaðarins ýttu þá
hér
svaraðu spurningunum og sendu! Hafðu "efni" skilaboðsins "Tungumálaséní"
Til að sjá eldri tungumálaséní, ýttu þá á Sjá meira