Hérna er mynd af svona mest öllu hljóðfæradótinu mínu. Inn á myndina vantar einhverjar trommur, Zas og Egypsk rababa ásamt flautu :)
En frá vinstri til hægri eru gítararnir Epiphone Sheraton II sem ég keypti mér hérna um árið. Mjög flottur og fáránlega þæginlegur gítar í það sem ég er að spila. Næst væri það
Fender Stratocaster (MIM) sem ég er nýlega búinn að kaupa mér. Mjög góður gítar en þarf á yfirhalfningu og þá sé ég hvað ég geri við hann.
Þarna niðri er síðan Klassískur gítar sem ég var látinn kaupa í tónastöðinni minnir mig fyrir um 4 árum örugglega og er mjög góður en ekkert númer eða neitt á honum.
síðan uppi er örugglega svona 30 ára gamall Flamingo gítar sem ég byrjaði gítarnámið mitt á og er töluvert betri en flestir barnagítarar í dag.
Síðan lengst til hægri er Washburn D10-SCE sem ég keypti um árið. Mjög góður gítar og hentar vel í svona partý/útilegu spil.
Síðan er það magnarinn minn.
Marshall JCM2000 DSL100 haus með 1960A cabineti hausinn er 100w og boxið með 4*12" keilum 75w hver.