Hér eru tveir synthar úr safninu mínu, sá stærri er gamall Korg Delta analogsynth sem ég var bara að eignast í gær og litla kvikindið sem liggur ofaná honum er Korg Monotron analogsynth.
Korg Delta er bæði pólýfónískur synth og strengjasynth og það er hægt að blanda þessu tvennu saman eða taka synthann og strengjadæmið út um sitthvort outputtið ef maður vill, þessi græja er tussufín í að herma eftir tildæmis Hammondorgelum og strengjahlutinn af henni alveg steinliggur fyrir danstónlist eða diskó, ég hef eytt alveg óratíma í að forrita hugbúnaðarsyntha til að ná fram svipuðum hljóðum og ég þurfti bara að kveikja á þessari græju til að ná fram, Þessi synth hljómar reyndar aðeins of soft til að notast í harðar bassalínur en ég á aðra syntha sem sjá um svoleiðis, þetta er samt assgoti mögnuð græja.
Litli Korg Monotron synthinn eru bestu græjukaup sem ég hef nokkurntíman gert og ég held að allir hljóðfæraleikarar gætu fundið not fyrir svona græju, fyrir utan að vera ágætur smávaxinn analogsynth þá er í honum helvíti skemmtilegur filter sem er hægt að nota við nánast hvaða hljóðfæri sem er, ég hef keyrt gítar, bassa og hljómborð gegnum hann með góðum árangri, með þessum filter getur maður tildæmis búið til filterað tremelósánd sem fer frá því að vera hægara en nokkur gítarmagnari getur framleitt og upp í það að fara svo hratt að það sem fer í gegnum hann hljómar eins og mússíkalskur utanborðsmótor..
Það er hægt að fá svona Monotron syntha fyrir innan við 10.000 kall frá bretlandi (Ég sá svona auglýstann á 50 pund) og að mínu mati ættu tildæmis allir sem fást eitthvað við upptökur að eiga svona.