Grand Theft Auto 3 (PS2) Þróunaraðili: DMA Design
Útgefandi: Rockstar Games
Spilarar: 1


Þar sem ég er Nintendo fíkill dýpst í hjartarótunum, þá spilaði
ég ekki fyrstu 2 GTA leikina á PSX.
Ég heyrði Ps áðdáendur tala um hversu góðir þeir voru og
þeir sögðu mér jafnvel að fleygja
Nintendo og öllu sem það tilheyrði fyrir PS. Ekki var ég ánægður
að heyra þessar skoðanir vina minna. GTA og GTA2 fengu
auk þess slæma dóma og ég sá ekkert jákvætt við þessa
seríu.
Það lág í huga mínum efi hvort ég myndi fá þriðja leikinn fyrir
PS2,
enda vildi ég ekki eyða 7000 kr
í slakan leik. Þessu sinni var staðan öðruvísi, hann var nánast
að fá jákvæðar viðtökur hjá öllum og því skellti ég mér á hann,
og ég varð ekki vonsvikinn.

Leikurinn var nokkur ár í vinnslu og það sem DMA mönnum
tókst var ótrúlegt. Þriðji leikurinn er nefnilega kominn í
fullkomna þrívídd. Öll borgin, Liberty City er mjög lifandi og
enginn annar heimur í tölvuleik hefur komist svona nærri
raunveruleikanum. Persónan sem þú stýrir er nafnlaus maður
á þrítugsaldri, hann er furðulega líkur Max Payne. Í byrjun
leiksins kemur fram myndband þar sem þú ert svikinn af þinni
eigin klíku. Löggan nær haldi á þér og þú hefur verður dæmdur
í langa fangelsisvist. Næst liggur leiðin í steininn. Þú ásamt
öðrum föngum eru fluttir þangað í bíl, þegar þið eruð lagðir af stað
er bílinn stoppaður af nokkrum mönnum sem vopnaðir eru
hríðskotabyssum.
Þú ásamt félaga þínum sleppið að lokum úr bílnum og forðið
ykkur.
Eftir þetta atvik munt þú lenda í löngu ævintýri til að leita
hefndar gagnvart fyrrverandi félugum.
Þú snýrð aftur í glæpaheiminn. Þú byrjar í skítverkum fyrir
mafíuna og því lengra sem þú ert kominn inn í leikinn, því meiri
virðingu færðu í heimi glæpanna. Þú kynnist fólki sem ræður
borginni, allt frá mafíuforingjum til konu með saddistaeinkenni.
Að lokum munt þú þekkja alla krimma stórborgarinnar. Þú
flakkar á milli gengja og eyðir fólki sem áður þóttust vera vinir
þínir. Í leiknum eru ótal verkefni sem þú þarft að leysa, sum
tengjast söguþræðinum og önnur eru aukaverkefni. Þú stelur
bílum þér til afnota. Aukaverkefnin eru voðalega fullkominn, þú
getur orðið t.d leigubilsjóri, lögga og slökkvuliðsmaður. Í
aðalverkefnunum flytur þú t.d vændiskonur á milli staða, drepur
höfðingja í óvinagengjum o.s.fv. Eftir hvert verkefni færðu greidd
laun sem þú notar fyrir kaup á vopnum og öllu sem þú þarft til
að halda þér lifandi.
Það kannast allir við þessa málsgrein “ All you need is love”, í
leiknum getur þá leigt þær vændiskonu. Þegar þú hefur lokið því
hækkar lífið þitt um fjórðung. Hún er á tímakaupi þess vegna
áttu að ljúka því af sem fyrst (No foreplay ;) ). Öll borgin
samastendur af þremur eyjum, þú þarft að vinna öll aðalverkefni
á eyjunni til að komast á þá næstu. Stræti borgarinnar eru
troðfull af óbreyttum borgurum sem þú getur t.d skotið og lamið
til óbóta með kylfu. Til eru tugir persónumódela, sem bregðast
ólíkt við barsmíðum, sumir berjast á móti en aðrir flýja. Þú getur
líka skotið úr bílnum á ferð og slátrað tugi borgara. Ef þú ert með
svona stæla mun löggan elta þig. Á skjánum getur þú séð
hverju hún að eyðir í þig. Kvarðinn er 1-6 stjörnur. Ef þú nærð
einni þá eltir þig bara einn bíll, og að lokum gefst hún upp. Ef
þú heldur áfram að drepa eða stela bílum fyrir framan hana þá
færðu tvær, þá hættir hún ekki að elta þig, leitar að þér þangað til
hún finnur þig. Þegar þú nærð þriðju stjörnunni verður lögguþyrla
á hælunum á þér, þá finnurðu engan felustað. Nú þegar 4
stjarnan er kominn koma sérsveitirnar og löggubílarnir úr
öllum áttum og reyna
að keyra þig niður að öllu afli. 5 stjarnan bætist við þegar þú
hefur gert svakalegan skandal, þá ertu hundeltur af
alríkislögreglunni. Þegar þú hefur toppað allt þetta, þ.e.a.s
drepið nóg af löggum, þá kemur lokavon réttlætis, herinn. Þeir
reyna að skjóta þig niður með skriðdrekum og öllum andskota.
Leikurinn er virkilega dónalegur, sá dónalegasti á markaðnum
og ég ráðlegg foreldrum að kíkja á
leikinn áður en hann verður keyptur. Hann hefur nýlega verið
bannaður í Ástralíu. Rockster ætla að breyta leiknum
sérstaklega fyrir ástralskan markað. Nýlega í Bretlandi hafa
borist fregnir af reiðum forráðamönnum barna vegna leiksins,
og gæti það jafnvel haft áhrif um alla Evrópu.
Leikurinn er ekki fyrir viðkvæma, og er aðeins fyrir 18 ára og
eldri.


Leikurinn er í fullri þrívídd. Öll borgin er mjög vel gerð án
mikillar þoku, þú getur séð hinar eyjurnar í allri sinni dýrð. Hann
rennur oftast á 30 römmum á sek, sem er fínt, framerateið
hægir á sér af og til, en það skiptir ekki miklu. Versti gallinn við
grafíkina er að texturar hverfa. Persónuhreyfing er líka mjög
flott, andlitshreyfingar eru mjög flottar og auðvelt er að þekkja
hverjir allir eru án þess að pæla í fötunum. Raun-tíma
ljós-“effectarnir” eru auk þess einir bestu sem maður hefur
augum litið , hvernig ljósið endurspeglast á blautri götunni
mjög heillandi. Leikurinn fellur mjög vel inn í aðra kynslóð
leikja á PS2.


Í hverjum bíl er útvarp sem þú getur hlustað á, í því eru margar
stöðvar og allir ættu að geta fundið eitthvað við þeirra hæfi. Á
einni stöð geturðu meira að segja heyrt í fólki sem þú þekkir
tala um vandræðin sem etja þau í lífinu. Sjálfur
hlusta ég á Flashback sem er full af tónlist frá níunda
áratugnum, sum eru eftir alvöru höfunda, á meðan önnur eru
samin eingöngu fyrir leikinn.
Á milli laga skjótast fram bráðfyndnar auglýsingar, sem láta
mann liggja í hláturskasti.
Rödd persóna er frábær, ítölsku mafíósarnir hljóma eins og
fólkið úr The Sapranos, að undantekningu “F-orðsins”.

Leikurinn er mjög langur, tekur venjulegan spilara upp í 100
tíma til þess að klára. Ég kláraði leikinn fyrst í 52%, til að klára
hann 100% þarftu líka að sigra öll aukaverkefnin. Það er mikið
vesen að gá af þeim öllum. Í leiknum leynast líka fullt af
aukafídusum, ef þú leitar lengi, getur þú fundið t.d skriðdreka
með endalausar skotbirgðir. Þetta er einn þessara leikja sem
er mjög erfitt að fá leið af, enginn annar leikur býður upp á það
sama.


Leikspilun: 10 : Þægilegt að stjórna, mikið að gera, og þetta er
bara eitt langt ævintýri sem ætti að höfða til allra.

Grafík: 9 : Allt er gríðalega stórt og flott, stundum hægist hann
á sér og texturar eiga til í að hverfa.

Hljóð: 10 : Raddirnar og tónlistin eru bara fullkomnun.

Ending: 10 : Þessi mun endast í langan tíma, allt að 100
tíma spilun

Ég set ekki fram lokaeinkunn vegna þess fólk notar
mismunandi formúlur til að reikna hana út.

Takk fyri