Gran Turismo 3
Playstation 2
Útgefandi: Sony Computer Entertainment
Þróunaraðili: Polyphony Digital
Tegund: Kappakstur
Uppruni: Japan
Fjöldi leikmanna: 2 (saman á skjá). Möguleiki á 6 samtengdum vélum.
Útgáfudagur: Löngu kominn út.
Fyrir kappakstursáhugamenn þá er þetta hinn heilagi bikar kappaksturleikjanna. Þrjú ár í framleiðslu og loksins tilbúinn. En nú að umfjölluninni.
Ef þú þekkir GT leikina þá veistu nákvæmlega um hvað þessi leikur snýst. Þetta er kappakstursleikur með dýpt og vitsmunum. Leikspilunin er á tvo vegu: Arcade og Simulation. Arcade hlutinn er einfaldari og maður fer beint í gegnum leikinn. Maður keppir gegn öðrum og með því að sigra þá opnar maður nýjar brautir og nýja bíla. Arcade hlutinn er risastór og í honum eru 36 mismunandi brautir. Síðan er það Simulation hlutinn sem fyrir mitt álit er aðalmáltíð leiksins. Maður byrjar með smá pening og skellir sér í sýningarsalinn og kaupir sér bíl. Sjálfur fékk ég mér Toyota Yaris drasl og tæmdi budduna mína á því. Það næsta sem maður gerir er að maður fer í ökuskóla og sækir um ökuskírteini. Það eru mismunandi skírteini sem eru nauðsynleg til þess að öðlast stjórn á mismunandi tegundum af bílum. Hvert próf er skipt upp í átta mismunandi hluta. Fyrsta prófið snýst um að botna bílinn og stöðva hann svo á litlu afmörkuðu svæði sem getur verið pirrandi fyrir byrjendur. Þegar maður loksins fær skírteinið þá getur maður farið að keppa í byrjendamótum. Maður getur ekki gert sér neinar líkur á því að sigra fyrsta mótið vegna þess að maður þarf að gera nokkrar breytingar í bílskúrnum til þess að eiga sjéns í hina bílana. Hægt er að versla breytingar fyrir bílinn eftir að maður lendir í þriðja sæti nokkrum sinnum og fær smá pening.
Eftir nokkra spilun þá var keyptur tjúnkubbur sem jók hestöflin og gerði það að verkum að sigri var náð í þremur byrjendamótum. Um leið og sigrarnir eru í höfn þá eru verðlaunin annar drasl bíll sem var seldur um hæl fyrir um 4000 og náði þar með að kaupa nýtt dót í litla ljóta Yarisinn :). Það er einmitt hérna þar sem Gran Turismo leikurinn ber af. Allt virðist vera á niðurleið á þeim tíma þegar maður lendir aftur og aftur í þriðja sæti, síðan fær maður sé uppfærslu og BÚMM, maður sigrar. Ferlið sýnist mjög eðlilegt.
Grafíkinni þarf að lofa sérstaklega, ekki aðeins vegna þess að standarinn hækkar fyrir bílaleiki heldur fyrir alla tölvuleik yfir höfuð. Maður horfir á endursýningar að loknum akstri og maður á bágt með að trúa því að þetta sé raunverulega tölvuleikur sem maður er að sjá. Það eru fíngerð áhrif eins og hitastraumar, rigning og úði frá bílum í bleytum auk ryks í rallíhlutanum sem gera þetta svona raunverulegt. Hver einasti hluti leiksins er silkimjúkur, það er nánast ekkert pop-up og jafnvel tré hafa misst flatleikann sem einkennist álíka í öðrum kappakstursleikjum hingað til. Maður sannfærist í fyrsta sinn sem maður sér sólarljósið glampa af glansandi bílnum sínum að þetta eru ekki almennar bitmap myndir heldur rauntíma endurspeglanir af öðrum myndum í leiknum. Engin skjáskot geta sýnt þetta rétt, sjón er sögu ríkari.
Tónlistin er æðisleg og eftir að hafa spilað bæði USA og EURO útgáfuna þá er bæði mjög góður fílingur í þessu öllu saman. Í Euro útgáfunni eru það Feeder sem eiga stærsta þáttinn í tónlistinni og titillag leiksins. Í USA útgáfunni eru það tónlistarmenn á borð við Lenny Kravitz, Papa Roach, Snoop Dog, Apollo Four Forty og The Cult sem láta ljós sitt skína á hreint snilldar hátt. Einnig er að finna lög með Motley Crew og Judas Priest. Eitthvað fyrir alla að mér finnst. Vélarhljóðin eru vel sömpluð í takt við raunveruleikann þannig að varla er hægt að kvarta hér. Þegar maður keyrir Toyota Altezza, þekktur í Evrópu sem Lexus þá heyrir maður Lexus vélarhljóð á fullum krafti í hátölurunum. Ef þú stendur þig nógu og vel í leiknum áttu þann möguleika að fá að prófa yfir 100 bíla frá öllum stærstu framleiðendum að undanskildum Porche og Lamborghini eins og venjulega. Í leiknum er einni rallíhluti sem er leikur út af fyrir sig. Ef lýsa á rallíhlutanum í fáeinum orðum þá á best við að þetta sé eins og Colin McRae Rally 2.0 á sterum. Brautarvalið er einnig mjög gott að þrátt fyrir að sumar brautirnar eru keyrðar í sitt hvora áttina þá er það þvílík öðruvísi reynsla heldur en maður býst við. Hér finnur maður 36 mismunandi brautir og einnig hringlaga og fullkomnar tilraunabrautir sem er skylda að keyra til að upplifa. Þær eru líklegast þær erfiðustu í leiknum ef ekki í kappakstursleikjum hingað til. Minnir að hún heitir Complex eitthvað. Algjörlega must try.
Polyphony hafa staðið sig mjög vel. Ég hef þrátt fyrir allt heyrt fólk kvarta yfir því að GT3 sé of líkur GT2. Ég viðurkenni að ég spilaði GT2 minna þar sem ég átti ekki Playstation 1 vél og í fáeinum atriðum þá hafa þessar kvartanir réttann grundvöll. Samt sem áður, prófaðu GT2 og láttu mig vita hvort þú fílir hann betur en GT3, það er ekki sjéns í þessum heimi. Þetta er killer leikur fyrir Playstation 2 líkt og Metal Gear. Þetta er einn af þeim leikjum sem þú kaupir Playstation 2 fyrir.
Leikurinn hefur einnig force feedback stýri sem er sérstaklega hannað af Logitech fyrir Sony. Það er algjörlega öðruvísi reynsla að upplifa leikinn þannig. Til að mynda ef þú spilar leikinn í gegn með Dual Shock stýripinnanum þá muntu kynnast GT3 aftur frá byrjun þegar þú notar stýrið.
Leikurinn er á DVDROM og mun endast í nokkra mánuði.
Dómurinn:
Framsetning: 10.0
Grafík: 9.6
Tónlist: 10.0
Leikspilun: 9.2
Ending: 10.0
Meðaltal: 9,76
Pressure