Need for Speed: ProStreet Electronic Arts afhjúpaði nýjasta leikinn í götukappakstursseríunni Need for Speed. Nýi leikurinn mun bera undirtitilinn ProStreet og mun koma út á PS2, PS3, PSP, PC, Xbox 360, Wii, DS og farsíma… eða með öðrum orðum öll hugsanleg tæki að mökkum undanskildum.

Það er EA Black Box í Kanada sem mun sjá um þróun leiksins og hafa þeir m.a. uppfært grafíkina frá NFS: Carbon talsvert, bætt gervigreind andstæðinga svo þeir verði jafnvel harðari í horn að taka en Vin Diesel sjálfur og svo hafa þeir bætt við nýrri tækni, autosculpt, sem gerir leikmönnum kleyft að móta útlit og eiginleika bílanna sinna.

Ofan á þetta allt saman kemur svo fjölspilun sem, að sögn EA, “mun endurskilgreina meininguna á bak við samkeppnisfélagsspilun”, hvað sem það í ósköpunum á að þýða. Aftur á móti er það þekkt hjá framleiðendum að nota stór orð í yfirlýsingum svo þessi setning gæti hugsanlega ekki haft neitt að segja…

Trailer http://www.ea.com/nfs/prostreet/home.jsp