Demó Umfjöllun:
Spilaði demóið á léttasta(ok, ég er aumingi..), og fannst það bara ágætt. Fyrsta lagi, leikurinn spilar bara nokkuð líkt þeim fyrsta, með frekar pirrandi ninjum, sem hlaupa ofur hratt í kringum mann. Þær eru þó ekkert vandamál þegar maður er með nóg skot í Barrettunni sinni. Þeir virka ágætlega gáfaðir, flýta sér í skjól þegar þeir eru að “hlaða” ninja-stjörnunum sínum, og reyna að nálgast mann til að nota sverðið sitt. Talandi um sverðið, sem maður getur gripid af líki ninju, þarfnast ekki mikils tækni eða miðunar heldur bara halda inni músarhnappi og bíða þar til kvensurnar detta niður dauðar. Endakarlinn, leiðtogi ninjanna, er frekar einfaldur, en að sjálfsögðu var ég í einfaldasta. Eftir að ég fattaði að skotfæri, orka of skotheld vesti voru dreifð um borðið, var það ekkert mikið mál fyrir mig að klára þetta.
Varðandi grafíkina. Hún er flott, og lítur kannski ekki við fyrstu sýn sem mikil breyting frá fyrirrennarra, en þegar nánar er litið sést hversu mikil vinna hefur verið lögð í smáatriðin. Niður í augun og svipbrigði, og svo allir litlu hlutirnir fjúkandi undan hvirfilvindinum. Er ekkert búinn að athuga FPS-ið en það virðist allt ganga vel og hratt í hæstu grafík gæðum á 1200 mhz, 256 RAM, GF2MX400 tölvunni minni(ég kýs að kalla hann Litla Jón, en mér finnst tölurnar segja frá tölvunni betur en nafnið gerir..)(Guð minn góður, ekki segja neinum að ég hafi skírt tölvuna mína!!)
Var svólítið shokkeraður að heyra enga músik meðan ég spilaði leikinn, en eins og margir vita var hún eitt það mikilvægasta við gamla leikinn.
Hvirfilvindurinn var svakalegur. Bitar af gyrðingum fljúgandi út um bláan himinn, hjólhýsi að veltast um koll og svo að lokum hús sem er rifið heilt af jörðu út í hvirfilvindinn. Magnað.
Jæja, þá er ekkert annað eftir en að spila demóið á erfiðari stillingu.