Hæhæ Hugarar. Ég er að verða vitlaus að vita ekki nafnið á þessum leik sem ég spilaði þegar ég var 10-12 ára gömul. Þetta er svona mjög friendly og rólegur leikur, barnalegur og einfaldur. Þetta er 1player leikur og það er einn óvinur. Liðið sem maður spilar eru svona litlir, feitir sköllóttir kallar sem eru allir eins nema í mismunandi lituðum smekkbuxum eftir því hvað þeir gera í leiknum. Óvinirnir eru allir með skegg og í bláum fötum. Markmiðið er að stækka sitt lið og ráðast svo á hitt liðið og vinna svo hægt að spila næsta borð, en hvert nýtt borð er eitthvað land í heiminum. Ísland er t.d í leiknum og Grænland.
Endilega ef þetta hringir einhverju bjöllum let me know. ;)