Jæja ég er rétt búinn að prófa þennan leik og verð að segja stór vonbrigði. Allt í allt hreint út sagt merkilegt.


Gallar:
Fyrst af öllu eru vondu kallarnir Nasistar, í gömlu wolfenstein virkaði það enn í dag væri gott að fá smá storytelling enda er fólk farið að ætlast til meira af tölvuleikjum í dag, ekki bara Nasistar eru vondir. Þá meina ég ekki kallar sem þú skýtur vondir heldur bara fáránlega heimskulega vondir eins og vondukallarnir úr teiknimyndunum. Fuck það meirihluti hermannana var rekinn í herinn og dæmi eru að þeir hafi jafnvel gefið sveltandi rússum mat af sínum eigin í Stalíngrad, undantekningar enn þó.

Í öðru lagi, nauðgar leikurinn sagnfræði á óþarflegan hátt, ok, við skulum segja að Nasistar hafið ráðist á Frakkland óundirbúið(stríðið hafði staðið í næstum ár áður enn ráðist var inní frakkland) við skulum segja að þeir hafi ráðist inn frá Saarbrücken(gegnum Maginot línuna, sem er non-existend í þessum leik) og við skulum segja að þeir hafi þá ekki farið í gegnum Holland og Belgíu. Það er auðveldara að setja það inní leikin, enn hvers vegna í Ósköpunum þurftu þeir að innihalda prolouge þar sem maður er í kappakstri í Þýskalandi árið 1940 ári áður enn stríðið byrjaði, og 3 mánuðum áður enn París var hersetin? Var of mikil vinna að segja frekar 1 year earlier? Þá fáránlegu villu er ekki hægt að afsaka með því að segja útaf gameplay ástæðum. Einn enn sagnfræðilegur galli svo fer ég útí gameplayið, STG44. Leikurinn gerist 1940 og þú ert að skjóta menn með STG44 sem kom á sjónarsviðið 1943. Skil ekki af hverju þeir notuðu ekki MP40 í staðin, hún er bæði nasistalegri og væri rétt. Kanski útaf því að hún var verri enn STG44 enn hey… Þetta er tölvuleikur, prógrammið bara bölvaða byssuna betri, ég vill sjá MP40 á setuliðinu.

Right… gameplay. GTA+Assasins Creed ripoff. Steldu bílum og klifraðu uppá hús. Nema klifrin eru ekki eins skemmtileg og í Assasins creed þegar maður hoppaði á milli bygginga og gat auðveldlega klúðrað málunum og verið steindrepinn af vörðum. Merkilega og óþarflega erfitt að sleppa frá vörðunum í Saboteur og skotbardagarnir frekar slappir. Í fyrsta lagi er of auðvelt að hitta menn, og 1 headshot drepur ekki. Erfitt að lýsa þessu, enn þeir virka bara leiðinlegir. Gallinn við svona GTA style leiki er sú að skotbardagarnir í þeim leikjum eru hundleiðinlegir, enn einhver veginn finnst mér þeir jafnvel leiðinlegri í þessum.

Þú hittir mennina alltaf án fyrirhafnar, svo til hvers að miða? Af hverju ekki flýta fyrir og nota bara lock-on kerfi eins og í GTA? Ekki veit ég, það er ekki eins og maður standi ekki bara galopinn í engu skjóli og skjóti menn í hausinn.

Jæja, of mikið af óþarfa aksri er líka. Mappið er alltof stórt miðað við það sem það þarf að vera, og er það gert til þess að pirra menn meira og láta keyra mun meira um svo hægt sé að stimpla á (hours of gameplay) á leikin. Veit ekki með ykkur enn ef maður þyrfti að labba um í 20 mínútur áður enn hvert borð í Call of Duty byrjaði yrði sá sem myndi reyna að flokka það sem hours of gameplay hengdur með belti neðan úr ljósastaur. Anyway…

Leikurinn er svarthvítur að stórum hluta og eina sem sést eru nasistafánar, nema þú vinnir inn nógu mikið Will to Fight(skammstafar WtF) á svæðunum, þá eykst mótspyrnan við nasistana og landsvæðið verður í lit. Nokkuð töff enn verður þreytandi eftir litla spilun. Talsetningin er frekar slæm og pirrar mann á stundum. Þetta er eflaust svanasöngurinn frá Pandemic og verð ég að segja að þessi leikur er mikil vonbrigði, sá um hann á GameTivi og ákvað að prufa og sé alvarlega eftir því. Enn hey, GameTivi gaf líka Overlord jákvæða umfjöllun.

Kostir:
Berbrjósta konur.

Þetta er auðvitað bara mitt álit, og auðvitað er fólki guðvelkomið að vera ósammála, og prufa leikin enn ég ráðlegg ykkur að eyða ekki miklu í þennan leik, slíkt væri mikil sóun.

P.s. ég downloadaði leiknum og er feginn að hafa ekki eytt krónu í þetta, sé hinsvegar stórlega eftir tímanum sem ég eyddi þegar ég hefði getað verið að downloada einhverju betra. Svona leikir eru það sem réttlætir ólöglegt niðurhal því allt annað væri ólögleg sala.
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.