Hæ hæ!

Ég er að leita að gömlum leikjum sem ég spilaði hérna áður fyrr, líklega kringum 95. Mig rámar í hvernig leikirnir voru en alls ekki nöfnin! Þetta voru tveir leikir sem ég fékk lánað frá einum vini mínum en þá voru allir leikir í massívum kössum. Þeir voru gefnir út þegar fyrstu 3d leikirnir voru að detta í hús svo þótt þetta séu ruslgæði miðað við daginn í dag rosalegt þá! sérstaklega fyrir mig þar sem ég var þá fyrst að detta almennilega inn í leiki eftir að hafa spilað Monkey Island og aðra point and click leiki.

Fyrri leikurinn er með dreka þema. Þetta fjallar um strák á bóndabæ sem kemst að því að hann er ættleiddur og faðir hans segir honum að nú sé komi tími til að hann leiti sannleikans og gefur honum hring og flautu. Hann á að safna hringjunum frá öllum hinum dreka riddurunum á leið sinni upp í kastalann. Í þessum leik þá hreyfði maður kallinn eitt skref í einu í rauninni, maður gat valið áfram, afturábak eða til hliðar eftir því hvað umhverfið leyfði. Svipar til Mist leikjanna varðandi hvernig maður gat hreyft sig.

Seinni leikurinn byrjar með stuttu myndbandi þar sem við sjáum persónuna okkar (gast valið stelpu eða strák) koma á hesti frá fjallgarði og ákveður að stoppa í pinulitlu þorpi til sinna hestinum sínum og fá sér vatn. Svo byrjar leikurinn þar sem maður stendur í byrjun þorpsins og sér brúnna hrynja fyrir aftan mann. Þá þarftu bara að labba upp og skoða en á svæðinu er einskonar úlfmaður og 2 mínátárar sem geta ráðist á þig. Maður getur eiginlega ekkert barist á móti nema maður sé með einhver vopn annars lifir maður það líklega ekki af. Ef maður dó þá kom alltaf eitthvað myndband sem sýnir mann hengdann upp á vegg með skrímslin spjallandi í kringum mann eða hengdan á hvolfi á krossi eða aðrar álíkar dauðasenur áður en maður byrjaði upp á nýtt eða frá seinasta save'i. Ég skildi aldrei tilganginn með þessum leik en man eftir lítilli stelpu sem maður átti að elta en ég komst aldrei gegnum lítið gat sem hún skreið í gegnum, svo man ég eftir sverði frá the lady of the lake, presti í kirkjuturni og norn sem breytti manni í frosk.

Afsaka ef þetta hljómar rosalega ruglingslegt en mig langar bara svo rosalega að finna þessa leiki og sjá hvort maður geti prufað þá aftur….og kannski fengið að klára þá í þetta skipti! Nostalgíu þörfinni verður að sinna!

Með fyrirfram þakkir með alla hjálp!
cilitra.com