Ég hef velt þessu dáldið fyrir mér(reyndar ekki mjög lengi :P) og kem nú með mína skoðun á málinu. Mér finnst að áhugamálið um Command & Conquer ætti að vera lagt niður. Í fyrsta lagi, lítið á seinustu fimm greinarnar á því áhugamáli. Það hefur enginn svarað þeim og því til viðbótar þá hafa adminarnir ekki verið mjög duglegir að tilkynna nýja Renegade demo-ið á sjálfu áhugamálinu, en eins og sjá má er búið að tilkynna það á undir-áhugmálinu Leikir(sýnir m.a. hversu tilgangslaust C&C áhugamálið er).
Í öðru lagi þá eru ekki einu sinni korkar á andsvítans áhugmálinu.
Þetta gætu kannski verið einhver eftir-áhrif af breytingunum á huga.is en flest áhugamálin hafa jafnað sig(jafnvel B&W)
Ég geri mér alveg grein fyrir því að margir munu vera ósammála mér(sérstaklega C&C aðdáendurnir) en ég er alveg tilbúinn í stríð. :)