Ég var að kaupa hann í dag!
Hann er búinn í BT smáralind og kemur líklega ekki fyrir jól, en samt kannski og hann átti að kosta yfir 7000 kr þar sagði gaurinn mér.
Það voru örfá eintök í Elko í Lindum og kostar þar 5.995 kr
Svo voru nokkur eintök í Max kauptúni og kostaði hann þar 5.986 eða 5.989 eða eitthvað álíka, man ekki alveg.
…svo veit maður auðvitað ekkert hvernig staðan er á lagernum hjá þeim.
En allavega í sambandi við GTA IV fyrir PC, ég er ekki búinn að innstalla mínum. En er búinn að lesa á netinu að menn eru að gefa leiknum, sem menn tala flestir um að sé geggjaður, lága einkunn vegna þess að hann heimtar mjög öflugar tölvur, nýjustu update á öllum driverum, meira að segja er strax kominn patch til að downloada, taki geggjað langann tíma að installa, og menn hafa verið að lenda í allskonar error vitleysu.
Sjálfur er ég í smá stoppi því ég er með Windows Xp Pro með Serivice Pack 2, en leikurinn heimtar Service Pack 3. Vélin er mjög góð hjá mér eins og er og ég hef heyrt allskonar leiðindi með Service Pack 3. Tími ekki að klúðra tölvunni fyrir einn leik ef Service Pack 3 er eins slæmur og maður hefur heyrt.