Ég veit ekki hvort þessar upplýsingar hafa komið hingað áður.

Þið sem spilið gömlu dos leikina frá www.abandonia.com þar sem fæst úrvals góðir og gamlir ókeypis leikir hafa örugglega rekist á þetta vandamál að það er ekki hægt að spila þá í windows umhvefinu nema með dosboxið. Vandamálið með Dosboxið er að leikirnir spilast samt ekki í “fullscreen”. Þeir spilast bara í littlum glugga. Sem er frekar pínlegt fyrir þá sem vilja spila leikina í “fullscreen”.

En ég er búinn að finna lausnina við þessu en það er forritið D-Fend

En með því er hægt að spila alla leikina sem fæst á abandonia.com eða á þeim stöðum þar sem fást gamlir klassískir leikir í “fullscreen”.

Til að fá forritið D-fend reloaded þá farið þið á þessa slóð.

http://dfendreloaded.sourceforge.net/

Ef þetta er gömul frétt fyrir ykkar þá segi ég bara, sorrý.

Ég mæli því eindregið að þið náið í eintak af þessu forriti D-Fend ef þið ætlið að spila gömlu klassísku leikina einsog Monkey island, Sierra leiki og Lucasart leiki og fleiri dos leiki.