Leiðinlegt hvað er alltaf mikill hatur milli Ps3 og 360 fanboys. Ég keypti Xbox 360(átti bæði gamla xbox og ps2 og fílar ps3 alveg líka) og hef ekki séð eftir því. Persónlega finnst mér 360 stýripinninn geðveikur. Hann er aðeins þýngri en ps3 og fíla ég jafnvægið í honum.
Varðandi leiki þá er Xbox 360 með besta leikjaúrvalið af ps3, 360 og WII. Flestir “high-profile” leikir eins og GTA IV, Devil may cry 4, Call of duty 4, assasin's creed, Army of two, Burnout, tony hawk og endalaust margir fleirri koma bæði á 360 og á ps3 þannig varðandi leikjaúrvalið þá skiptir það voðalega litlu máli hvaða tölva þú velur. Næstum því engin munur á gæði og grafík nema að stundum er gæðin örlitið hærri á ps3 en líka öfugt. það fer aðallega eftir hvernig vel framleiðandi leiksins vinnur með hardware'ið. Þannig að varðandi leiki(og eitt sem margir virðast gleyma þá ertu að kaupa leikjatölvu fyrst og fremst til að fokking spila leiki, rétt einsog margir gleyma að símar eru til að hringja og ekki taka upp stuttmyndir og hlusta á útvarp) þá verður þú bara að meta hvaða tölva þér finnst þægilegust að spila á(nema auðvitað “exclusive titles” einsog mgs4 og þannig).
Varðandi bilunartíðni 360 þá er það reyndar mikið crap, en auðvelt er að forðast að 360 bilar með því að kaupa sér bara “elite” útgáfan af xbox 360 sem er “ring of death” proof(þótt að einhver hérna ofar sagði annað). Er búin að eiga mína 360 elite í ár og það er kveikt og spilað á hana ca. 3-4tíma á dag og þetta helvíti svínvirkar.
Netspilun er alveg flott hjá bæði ps3 og xbox 360, en Microsoft er með hraðara og betra þjónustu og mina lagg á Xbox live, en mér skilst að Sony eru að vinna í sínum málum.
nenni ekki að telja upp dvd,blueray, og aðrir aukahlutir því að þeir eru bara kjánalegir og maður á að kaupa leikjatölvu útaf leikjunum og spiluninn!
Þarna hefur þú það. einsog ég segi þá er ég ekki fanboy og “held” ekki með ps3 eða 360. Hinsvegar finnst mér PERSÓNULEGA að Xbox 360 er málið frekar en ps3 því að leikjaúrvalið er stórkostlegt, fjarstýringarnar henta mér betur en playstation og mér finnst þægilegt að nota og spila 360.
Ég ráðleggi þig til að prófa bara báðar tölvunar og ákveða svo. Að spyrja fávita(og já við erum allir fávitar) á netinu um ps3 eða xbox 360 er bara að biðja um kjánaleg rifreldi og vesen eins og sést hér að ofan.
TRY FOR YOURSELF, MAKE UP YOUR OWN MIND