Við erum hérna tveir græjusjúkir gaurar, sem erum að fara af stað með sjónvarpsþátt.

Aðalega á þetta að vera þáttur um tölvur, stílað á þá sem eru haldnir ‘græju-losta’. En við viljum líka taka fyrir það nýjasta sem er að gerast í tölvuleikjum, í samhengi við það sem er að gerast hvað varðar tæknina til að spila þessa leiki.

Vegna þess að við sem erum að pródúsa þennan þátt erum ekki svo mikið inni í tölvuleikjum sjálfir, þá erum við að leita að aðila sem vill vera með okkur í þessum þætti, við kynningar og dagskrárgerð.

Helst vildum við fá aðila sem er kvenkyns (strákar meiga þó líka hafa samband), sem mótvægi við okkur strákana og til að sýna að það eru ekki bara strákar sem hafa vit á tölvum. Það mætti segja að við viljum gæta jafnréttis í þessum þætti.

Réttur aðili:

* verður að vera vel inni í því sem er að gerast á tölvuleikja og eða vélbúnaðar geiranum.
* verður að hafa góða framkomu, ákveðin sjarma og vera fljótur í tilsvörum.
* verður að hafa gott vald á íslensku málfari og einnig því ‘lingói’ sem er notað í tölvu geiranum.
* verður að vera sjálfsörugg(ur) og ófeimin(n)

Áhugasamir sendi tölvupóst á: umsokn@inntv.is
“Humility is not thinking less of yourself,