Jæja þá það mál málanna fyrir þá sem fylgjast með Gamespot
Jeff Gerstmann einn af gagnrýnendum GameSpot var rekinn fyrir að gagnrýna Kane&Lynch:Dead Men Walking.
Ástæðan var ekki gefin opinberlega út, en það má tengja það við þessa gagnrýni, en vídéó parturinn komst á Youtube.
http://www.youtube.com/watch?v=aBD0cUeeEQc
Ef hlekkurinn virkar ekki, leitið þá á Youtube að Jeff Gerstmann.
En þetta vekur upp spurningar um leikjaiðnaðinn í heild sinni, við höfum Senu hérna heima, GameTíVí er eini vettvangurinn sem fjallað er um leiki á, alla vega þannig að hljóð og mynd fylgi, með fullri virðingu fyrir skrifum í dagblöðunum þá eru þau lítil og ekki að koma miklu af fréttum á framfæri.
Pælingin hjá mér er, hvar get ég fundið miðil sem er hlutlaus í umfjöllun sinni um leiki, stendur við það sem hann segir og er jafn framt með góða og skipulega gagnrýni, og er einhver hérna á klakanum að reyna að gera svoleiði?