Núna er BT að skíta upp á bak
Ef að þú ferð í bt núna og biður um Crysis þá segja þeir að hann sé uppseldur en þar sem að ég þekki nokkra sem að vinna í BT þá veit ég að það er ekki satt. Þeir fengu helling af Crysis en vegna ágreining um á milli þeirra og birgja senda þeir alla leikina til baka og neita að selja þá, sama á víst um fleirri titla.
Þarna er BT bara með stæla af því að þeir ná ekki að græða eins mikið og venjulega. Fyrst fékk ég nóg þegar ég fór að sjá xbox360 leiki á heilar 7000 kr og nú er ég satt að segja komin með alveg upp í kok á þessu bulli í BT og mun hér eftir versla við aðrar búðir.
Vildi bara benda fólki á að Crysis kostar um 4000 kr í elko og 3860 kr í tölvuvirkni.