Núna lenti ég í þeirri rosalega skemmtilegu uppákomu að ég fékk tölvuna mína úr viðgerð fyrir um mánuði. Nú svo gerist það að þegar ég ætla að fara að spila og set hann inn, þá opnast hann og ég ýti á single player… og þá byrjar hann að hlaðast og frýs svo. Þegar ég svo reyni mörgu sinnum aftur í lægstu grafík, þá heldur vandamálið áfram. En það sem mér fannst skrýtið við þetta að tölvan tók leikinn í hæstu grafík með engin vandamál þegar ég fékk hana. Svo tek ég leikinn út . Síðan fer ég eitthvað að velta fyrir mér og man að tölvan tók hann alveg í hæstu grafík þegar ég fékk hana. Svo hringi ég niður í tölvulistann til að athuga hvort að þetta gæti verið eitthvað í sambandi við viðgerðina (þar sem að reyndar aðeins var skipt um harðan disk) og þar fæ ég svarið að þetta gæti verið driver vandamál. Þá fer ég og uppfæri driverana mína (directx_nov2007_redist, og 163.71_forceware_winxp_32bit_english_whql) og restarta, þá virkar leikurinn samt sem áður ekki. Þá set ég hann inn tvisvar aftur og uppfæri driverana aftur og aftur, með reglulegu restarti. Þetta finnst mér ekki nógu gott þar sem tölvan á að geta tekið þennann leik auðveldlega.

Tölvan mín:
Intel Core Duo CPU 6600@2.4GHz (sinnum tveir= 4.8GHz)
Nvidia GeForce 7950GT
1024MB RAM


PLÍS getur einhver hjálpað mér :/

fyrirfram þakkir:
Stefán H.


Bætt við 5. nóvember 2007 - 14:20
P.S. R6
Rainbow Six Vegas