Á blaðamannafundi Sony sýndi Kojima spilanlegt demo af MGS4. Og svo aftur það sama á 20 ára afmælisveislu Metal Gear-leikjaseríunnar 24. júlí. Í demoinu sýndi hann (reyndar spilaði Hiroaki Yosiike demoið) hvernig leikurinn spilast. Þú getur valið um nokkur pre-set camouflage mynstur fyrir OctoCamo búninginn eða látið hann blandast við umhverfið og ef þú hristir SIXAXIS-fjarstýringuna afvirkjirðu felumynstrin. Það eru ný CQC-brögð, hægt er að skjóta í þriðju persónu með overshoulder view eða spila gegnum leikinn í fyrstu persónu. Þú getur falið þig í ruslatunnum og afvopnað óvini. Snake getur svo stjórnað litlu vélmenni (Metal Gear Mk. II) með SIXAXIS-fjarstýringunni.

Reyndar sá maður að Hiroaki spilaði leikinn greinilega á auðveldasta erfiðleikastíginu því óvinirnir voru verulega blindir og heimskir.

Hægt er að downloada myndbandinu á gametrailers.com

Bætt við 2. ágúst 2007 - 12:42
“Hann” á að vera Hideo Kojima. Verð að lesa betur yfir næst.