Ég skil ekki alveg hvað er að mér. Einu sinni voru tölvuleikir uppáhalds afþreyingin mín en núna vill ég frekar gera aðra hluti.
Ég hef reynt að fá aftur áhuga á þeim með því að kaupa mér Command & Conquer 3, The Elder Scrolls IV: Oblivion, Company of Heroes, Battlefield 2142, Medieval II: Total War, Half-Life 2: Episode One og svo dávnlódaði ég einhverjum en ég bara get ekki kyndað aftur undir logum ástarinnar, á tölvuleikjum.
Alltaf fæ ég leið á leikjunum strax. Ég kláraði ekki Company of Heroes né eitt Campaign í Medieval og ég kláraði Half-Life bara einu sinni. Reyndar kláraði ég Command & Conquer allan en hafði svo engan áhuga á netspilun né neitt. Svo var ég að byrja í Oblivion og ég er strax kominn með leið á honum. Þetta er þannig að um leið og ég sé eitthvað sem ég væri til í að væri í leiknum sem er ekki í honum eða ef ég tek eftir einhverju sem mér er illa við þá missi ég áhuga og læt mig dreyma um einhvern draumaleik.
T.d. í Oblivion þá eru klassarnir svo óakveðnir eitthvað. Þeir eru margir með sömu galdrana og þeir geta allir litið nokkurn veginn eins út, s.s. verið í eins fötum. Mage í brynju og eitthvað. Meikar ekkert sens. Svo er leveling kerfið pirrandi því manni finnst alltaf eins og maður sé að missa af stigum ef maður nær ekki fimm attributes á hverju level-öppi.
Og í Command & Conquer, ENGIR VEGGIR. Það er engin leið til að hvetja óvininn til þess að ráðast á einn stað eða tefja hann með ódyrum veggjum, hann getur bara stróllað beint inn í beisið nema maður umkringji sig með dýrum varnarbyssum sem hvaða her sem er getur mölvað auðveldlega án þess að byssurnar snerti hann. S.s. enginn stöðugleiki, alltaf óvissa og áhyggjur. Sama gildir um Company of Heroes en þar er ástandið miklu verra. Þetta er raunverulegt en ég þoli ekki svona stress, ég er bara þykjustunni hershöfðingji!!
Battlefield er drulluskemmtilegur en ég fer alltaf í fýlu þegar kúkalabbarnir eyðileggja áætlanirnar mínar í fertugasta skiptið. T.d. ef ég er að reyna að snæpa alla frá turni þá kemur einhver annar og snæpar mig áður en ég næ að skjóta einu skoti. Það er samt bara réttlátt og raunverulegt. Ég spilaði hann í ágætan tíma en fékk svo leið á honum frekar fljótt.
Medieval II: Total War. Flestir sem hafa spilað hann ættu að sjá að þessi leikur er mjög illa fínpússaður. Mjög mjög slöpp gervigreind sem fer aftur og aftur í taugarnar á mér og gerir leikinn hrikalega óraunverulegann og kjánalegann. Samt ágætur í smá tíma.
Half-Life 2: Episode One er mjög góður og skemmtilegur en alltof stuttur. Ég veit ekki afhverju ég spilaði hann ekki tvisvar eða þrisvar aftur, mig minnir að ég hafi eytt honum til að það væri pláss fyrir Lost og South Park og svo nenni ég ekki að installa honum aftur.
Jæja, ég vildi bara tjá mig smá, þið getið víst ekkert hjálpað mér með þetta. Gott að fá að tjá sig af og til. Vinir mínir myndu bara kalla mig nörd.
P.S. Ég vil líka tjá mig um það að ég er kominn með svona tilfinningu eins og ég sé að detta og þegar ég loka augunum og ímynda mér myndir þá er eins og ég sé að detta frá þeim og að þær séu að lengjast og bogna og eitthvað. Svo finnst mér eins og einhver sé að öskra á mig án þess að heyra neitt og ég fæ hnút í hjartað. Mjög skrítið.