Sammála öllum hér að ofan. Hann er samt talsvert öðruvísi en hinn “venjulegi” fps.
Talsvert flóknari byssurnar (að hitta gaurana er helvíti erfitt í þessum leik), góð gerfigreind líka.
Eitt sem þarf að hafa í huga samt varðandi þennan leik er að hann er lengi að byrja. (Ekkert einsog Suikoden V hinsvegar (tók mig um 10 klst að byrja leikinn)).
Og ekki búast við CoD eða Quake varðandi gameplay-ið.
Annars er hann mjög góður og mæli ég með honum. Þessi 6 ár sem ég beið eftir honum borguðu sig að mínu mati (sama hversu geðsjúkt það hljómar :Þ)
Ps.Eftir því sem ég best veit er engin opinber tilkynning af leiknum á PS3 og kemur það ekkert á óvart. Væri nánast ekki hægt að spila hann á consoles nema þá með lyklaborði og mús. Einsog ég sagði áðan þá er virkilega erfitt að hitta andstæðinga sína. Fyrir utan það gætu “next-gen” tölvurnar höndlað hann fínt, aðeins stjórnkerfið væri hörmung á annað en lyklaborð (myndi ég halda).
Pss. Ég skrifaði þetta svar undir því yfirskini að þú vissir ekkert um leikinn þannig að þú hlýtur að fyrirgefa mér ef ég hljóma .. jah .. “asnalega”.
Their sword will become our plow, and from the tears of war the daily bread of future generations will grow.