Þarna er ég þér alveg sammála Twisted.
Warhammer, og borðspil hver önnur, hafa ekkert með spunaspil að gera, og eiga frekar erindi inn á borð margra tölvuleikja en hingað. Það voru einhverjir warhammer-menn búnir að ræða við mig að ég myndi beita mér fyrir því að koma þessum korki hingað inn, sem ég auðvitað neitaði. Ég stakk hinsvegar upp á því að þeir hinir sömu myndu þrýsta á vefstjóra að fá svæði fyrir sitt Warhammer áhugamál (einsog ég gerði í árdaga með Spunaspil). Það er greinilegt að þeir hafa ekki nennt því og fundist auðveldara/þægilegra að hanga utan í spunaspilum.
Mér finnst að þeir ættu að sjá sóma sinn í því að biðja bara um sér áhugamál fyrir þetta, enda er ég ekki frekar en þú hrifinn af því að sjá Spunaspil verða einhversskonar griðastað fyrir allar þær vörur sem seldar eru í Nexus, eða eitthvað álíka.
Kveðja,
Vargur
Spunaspil Administrator.